59. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 21. mars, 2017, kl. 08:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann, Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir (liður 1.)
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson
Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010
- Mál.nr. 2013060016
Heiti máls: Vestursvæði deiliskipulagsbreyting.
Lýsing: Svör við athugasemdum kynnt.
Afgreiðsla: Ráðgjafa falið að uppfæra svör og greinargerð. Frestað til næsta fundar.
- Mál.nr. 2017030052
Heiti máls: Melabraut 12 deiliskipulagsbreyting.
Lýsing: Leitað er viðbragða við framlagða tillögu að 5 íbúða húsi með nýtingarhlutfallið 0,65.
Afgreiðsla: Nefndin tekur neikvætt í fyrirspurnina og felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda.
- Mál.nr. 2017030083
Heiti máls: Sæbraut 6 stækkun húss
Lýsing: Fyrirspurn um stækkun húss vegna bílskúrs og garðskála.
Afgreiðsla: Hafnað. Samræmist ekki deiliskipulagi..
- Mál.nr. 2017030047
Heiti máls:. Málefni fatlaðs fólks, Lóð fyrir sambýli við Kirkjubraut
Lýsing: Bæjarstjóri mætti á fund nefndarinnar og kynnti tillögu bæjarráðs um staðsetningu fyrir búsetukjarna fyrir sambýli. Bæjarstjóri óskaði eftir að nefndin skoðaði fyrirhugaða staðsetningu. Gögn lögð fram.
Afgreiðsla: Frestað milli funda.
Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
- Mál.nr. 2017020113
Heiti máls: Nesbali 36 nýbygging
Málsaðili: Ívar Örn Guðmundsson
Lýsing: Ósk um byggingarleyfi..
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um staðfestingu deiliskipulags.
- Mál.nr. 2017030082
Heiti máls: Fornaströnd 17.
Lýsing: Fyrirspurn um stækkun svala og tröppur skv. framlögðum teikningum.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.49.
Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign,