Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

25. janúar 2017

56. fundur Skipulags- og umferðanefndar, miðvikudaginn 25. janúar,  2017, kl. 12:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann, Árni Geirsson Alta, Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2014060035
    Heiti máls:Aðalskipulagstillaga til auglýsingar.
    Lýsing:  Uppfærð aðalskipulagstillaga lögð fram.
    Afgreiðsla: Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til staðfestingar með fjórum atkvæðum. Stefán Bergmann sat hjá

    Ragnhildur Ingólfsdóttir og Stefán Bergmann lögðu fram eftirfarandi bókun:

    Í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sem hér liggur fyrir hefði verið heppilegra að fresta endanlegri afgreiðslu frá skipulags-og umferðarnefnd þar til eftir kynningu hennar fyrir bæjarfulltrúum á morgun. Við teljum mikilvægt þegar teknar eru stefnumarkandi ákvarðanir eins og felast í aðalskipulagi að leitað sé allra leiða til þess að sem best samstaða náist. Líta má á aðalskipulag sem nokkurs konar sáttmála íbúa um framtíðarsýn og fyrirkomulag í nánasta umhverfi sínu. Oft hefur verið fræðandi og skemmtilegt að taka þátt í endurskoðun aðalskipulagsins og góð samstaða náðst um flesta þætti. Þrátt fyrir að tillit hafi verið tekið til margra athugasemda sem bárust frá íbúum í umsagnarferlinu og komið til móts við ýmsar athugasemdir okkar sem erum fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn eru enn ýmis álitamál sem betra hefði verið að haga með öðrum hætti.

    Þar nefnum við eftirfarandi:
    -          Skýr framtíðarsýn í húsnæðismálum kemur ekki fram í tillögunni. Þar er t.d    ekki að finna áform um þéttingu byggðar og æskilegar íbúðastærðir.
    -          Mikilvægt er að halda reitunum fjórum á miðsvæðinu opnum sem þróunarsvæði. Þróun miðsvæðis er mikilvægt framtíðarverkefni sem skoða þarf út frá ýmsum hliðum og þörfum sveitarfélagsins, s.s. þjónustu við fatlað fólk, þróun skólastarfs, (tengsl leik-og grunnskóla), áherslu á íbúðastærðir sem henta ungu fólki og svigrúm til atvinnu-og þjónustustarfssemi í bland við íbúðabyggð og umferð.
    -          Skoða þarf betur ákvörðun um að festa nýtingarhlutfallið á M-2 reitnum við 0,6. Betra væri að festa ekki nhl en ákvarða heldur hámarkshæð bygginga.
    -          Við telum ekki rétt að skoða ekki betur friðun Skerjafjarðar sbr. Náttúruverndaráætlun alþingis.
    -          Þá hafa hugmyndir sem fram koma í skýrslu ferðamálanefndar og forsögn að deiliskipulagi miðbæjarsvæðis ekki verið mátaðar við aðalskipulagið.
    -          Ekki er að finna stefnu í bílastæðamálum.
    -          Þrátt fyrir að ásættanlegri niðurstöðu hafi verið náð varðandi AT-1 og E-1 og þar sé nú aðeins gert ráð fyrir athafnasvæði fyrir bæinn og ekki lengur gert ráð fyrir áhaldahúsi liggur ekki fyrir framtíðarfyrirkomulag fyrir þjónustumiðstöð bæjarins. Við bendum á að enn er að störfum nefnd sem skipuð var sérstaklega til þess að marka stefnu í þessu máli en niðurstaða hennar liggur ekki fyrir. Mikilvægt er að kveðið sé á um tímamörk á notkun efnislosunarsvæðisins en eðlilegra væri að kveða ennfremur skýrar á um hvernig staðið verði að því að fjarlægja það og koma því í upprunalegt horf. Við teljum að efnislosunarsvæðið á Vestursvæðinu eigi skilyrðislaust að vera fyrir gróf jarðefni/grjót á meðan það er í notkun og endurhæfing vesturhluta þess hefjist sem fyrst.

    Fulltrúar meirihluta í nefndinni lögðu fram eftirfarandi bókun:
    Við samþykkjum aðalskipulagstillöguna og lítum svo á að hún hafi verið unnin í góðu samtali nefndarmanna og við íbúa. Ljóst er að enn eru ýmsar hugmyndir um þróun skipulags í sveitarfélaginu í mótun en svo verður áfram og því rétt að staldra við og afgreiða aðalskipulagið eins og það liggur fyrir. 

    Fundargerð lesin og samþykkt.
    Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13.15.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign,  Stefán Bergmann sign,  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?