Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. desember 2016

51. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 20. desember,  2016, kl. 08:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason,  Stefán Bergmann,  Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi. Páll Gunnlaugsson, ráðgjafi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2016040139
    Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Suðurmýrar 10.
    Málsaðili: Verkstjórn ehf.
    Lýsing: Lagður fram uppfærður uppdráttur.
    Afgreiðsla: Samþykkt að því tilskildu að fótspor verði 1/3 af lóðarstærð. Komið hefur verið á móts við athugasemdir íbúa, m.a. með því  að minnka nýtingarhlutfall. Nefndin leggur áherslu á að gott samráð verði við íbúa nærliggjandi lóða á framkvæmdatíma.
  1. Mál.nr. 2016110018
    Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting-Rvík.
    Málsaðili: Reykjavíkurborg
    Lýsing:   Sent til kynningar og athugasemda.
    Afgreiðsla: Kynnt og ekki gerðar athugasemdir við erindið.
  1. Mál.nr. 2016120040
    Heiti máls: Breyting á deiliskipulagi: Eiðsgrandi-Ánanaust.
    Málsaðili: Reykjavíkurborg
    Lýsing:   Fjallað um strandsvæðin. Sent til kynningar og athugasemda.
    Afgreiðsla:  Kynnt. Spurt er um áform um legu borgarlínu á þessu svæði. Að öðru leyti er ekki gerðar athugasemdir við erindið.
  1. Mál.nr. 2016110058
    Heiti máls:  Sólbraut 2 sólhýsi - fyrirspurn
    Málsaðili: Jón Birgir Jónsson
    Lýsing:   Óskað er eftir leyfi til að byggja sólhýsi við hús.
    Afgreiðsla:  Í samræmi við deiliskipulag. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
  1. Mál.nr. 2016120034
    Heiti máls: Látraströnd 19: Fyrirspurn um stækkun húss.
    Málsaðili: Ragnhildur Jónsdóttir, Tryggvi Þorgeirsson
    Lýsing: 81 m2 stækkun á einni hæð innan byggingarreits. Nýtingarhlutfall verður 0,3.
    Afgreiðsla:  Nefndin tekur jákvætt í erindið enda í samræmi við gildandi deiliskipulag.
  1. Mál.nr. 2016030088
    Heiti máls: Bollagarðar/Hofgarðar breytt deiliskipulag vegna Bollagarða 73-75.
    Málsaðili: Kristinn E Hrafnsson
    Lýsing: Drög að svörum við athugasemdum lögð fram.
    Afgreiðsla: Formanni falið að boða til fundar með íbúum .


Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

  1. Mál.nr. 2016120013
    Heiti máls: Bygggarðar 2: Stöðuleyfi gáms á lóð
    Málsaðili: Sigurður Benediktsson
    Lýsing:  Óskað eftir stöðuleyfi inn á lóð. Tveir möguleikar á staðsetningu.

Afgreiðsla:  Synjað.

Önnur mál 

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.57.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign,  Stefán Bergmann sign,  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?