Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

15. nóvember 2016

50. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 15. nóvember,  2016, kl. 08:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi. 

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason,  Stefán Bergmann,  Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi. Páll Gunnlaugsson, ráðgjafi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2014110033
    Heiti máls: Valhúsahæð og grannsvæði tillaga um deiliskipulag.
    Lýsing:   Drög að svörum við athugasemdum úr grenndarkynningu lögð fram.
    Afgreiðsla:  Drög að svörum samþykkt. Sent til bæjarstjórnar til staðfestingar.
  1. Mál.nr. 2016040139
    Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Suðurmýrar 10.
    Málsaðili: Verkstjórn ehf.
    Lýsing: Drög að svörum við athugasemdum úr grenndarkynningu lögð fram.
    Afgreiðsla: Fjallað um drög að svörum um athugasemdir. Í ljósi athugasemda óskar nefndin eftir frekari útfærslu á byggingu innan byggingarreits.

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

  1. Mál.nr. 2016100039
    Heiti máls: Miðbrautar 28 - nýbygging
    Málsaðili: Byggðarlag ehf
    Lýsing:  Uppfærður uppdráttur með kjallara og algildri hönnun á 1. hæð.
    Afgreiðsla: Kynnt.
  1. Mál.nr. 2016100056-59
    Heiti máls: Eiðismýri 17-19 og Suðurmýri 36-38
    Málsaðili: Fag Bygg ehf
    Lýsing:  Uppdrættir sýna áform bygginga innan byggingarreits skv. gildandi byggingarskilmálum.
    Afgreiðsla: Kynnt.
  1. Mál.nr. 2016110010
    Heiti máls: Austurströnd 14 - sólskýli
    Málsaðili: Kristján Bjartmarsson
    Lýsing:  Fyrirspurn um byggingu sólskála.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.
  1. Mál.nr. 2015100090
    Heiti máls: Skýrsla nefndar um stefnumörkun í ferðaþjónustu
    Málsaðili: Seltjarnarnesbær
    Lýsing:  Óskað eftir umsögn um skýrsluna
    Afgreiðsla: Frestað milli funda.

Önnur mál

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.57.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign,  Stefán Bergmann sign,  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?