Fara í efni

Öldungaráð

27. fundur 31. mars 2025 kl. 14:00 - 15:15 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

27. fundur Öldungráðs var haldinn mánudaginn 31. mars 2025, kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Árni Emil Bjarnason, Kristbjörg Ólafsdóttir, fulltrúi FEBSEL, Sigríður Ólafsdóttir, fulltrúi FEBSEL, Aðalbjörg Finnbogadóttir, fulltrúi FEBSEL.

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

Forföll: Petrea I. Jónsdóttir og Emilía Petra Jóhannsdóttir.

Gestir: Guðrún Björg Karlsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi og Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs sátu fundinn undir 1.-3. dagskrárlið og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri sat fundinn undir 2.

Öldungaráð samþykkti að taka 2. dagskrárlið fyrst til umfjöllunar á fundinum. 

Dagskrá:

1. Málsnr. 2023110101 - Stefna um málefni eldra fólks á Seltjarnarnesi.

Hildigunnur Gunnarsdóttir, Guðrún Björg Karlsdóttir og Sólveig Hlín Kristjánsdóttir gerðu grein fyrir tillögu að stefnu um málefni eldra fólks á Seltjarnarnesi, fyrir hönd starfshóps um málið. Öldungaráð samþykkir tillöguna til frekari vinnslu starfshóps.

2. Málsnr. 2025010166 - Matarþjónusta fyrir eldra fólk á Seltjarnarnesi.

Þór Sigurgeirsson gerði grein fyrir stöðu mála í matarþjónustu fyrir eldra fólk á Seltjarnarnesi og viðræðum við þjónustuveitendur.

Þór Sigurgeirsson vék af fundi kl. 14:10.

3. Málsnr. 2025030193 - Ósk stjórnar FEBSEL til Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar.

Erindi frá stjórn FEBSEL lagt fram. Öldungaráð mælist til þess að bæjarráð og bæjarstjórn taki erindið til meðferðar.

Bókun frá fulltrúum FEBSEL:

Stjórn eldri borgara á Seltjarnarnesi fer fram á við Öldungaráð og Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar að skipulag verði sett á starfsemi Öldungaráðsins.

1. Fundir verði fjórir á ári hið minnsta.

2. Upplýsingafundur um stöðu mála eldri borgara verði árlega.

3. Upplýsingar gefnar árlega um fjárútlát bæjarins vegna eldri borgara, samanburðarhæfar

milli ára.

4. Fundargerðir sýni það sem fram fer á fundum Öldungaráðs, niðurstöður fengnar og

málum fylgt eftir svo auðvelt sé fyrir nefndarmenn að sjá málalyktir.

Virðingarfyllst,

f.h. Stjórnar Félags eldri borgara Seltjarnarness, Kristbjörg Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Aðalbjörg Finnbogadóttir.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi slitið kl. 15:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?