26. fundur Öldungráðs var haldinn mánudaginn 13. janúar 2025, kl. 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Petrea I. Jónsdóttir, Árni Emil Bjarnason, Kristbjörg Ólafsdóttir, fulltrúi FEBSEL, Sigríður Ólafsdóttir, fulltrúi FEBSEL, Emilía Petra Jóhannsdóttir, fulltrúi heilsugæslunnar.
Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.
Forföll: Aðalbjörg Finnbogadóttir, fulltrúi FEBSEL.
Gestir: Guðrún Björg Karlsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri bæjarbúa á Seltjararnesi sat fundinn undir 1.-3. dagskrárlið og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri sat fundinn undir 2. og 3. dagskrárlið.
Dagskrá:
1. Málsnr. 2024080281 - Félagsstarf eldri bæjarbúa - nýr forstöðumaður.
Guðrún Björg Karlsdóttir, nýr forstöðumaður félagsstarfs eldri bæjarbúa á Seltjararnesi kynnti sig og dagskrá félagsstarfsins á vorönn 2025.
Þór Sigurgeirsson kom til fundar kl. 15:30.
2. Málsnr. 2025010166 - Matarþjónusta fyrir eldra fólk á Seltjarnarnesi.
Þór Sigurgeirsson gerði grein fyrir stöðu mála í matarþjónustu fyrir eldra fólk á Seltjarnarnesi og viðræðum við þar til bæra aðila til að sinna þjónustunni.
3. Málsnr. 2024050236 - Heilsuefling 60 ára og eldri.
Þór Sigurgeirsson gerði grein fyrir samningi við Virkni og Vellíðan sem verður undirritaður síðar í vikunni um verkefni sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri á Seltjarnarnesi.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi slitið kl. 16:05.