Fara í efni

Öldungaráð

25. fundur 07. júní 2024 kl. 11:00 - 12:35

25. fundur Öldungráðs var haldinn mánudaginn 7. júní 2024, kl. 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Petrea I. Jónsdóttir, Árni Emil Bjarnason, Kristbjörg Ólafsdóttir, fulltrúi FEBSEL, Aðalbjörg Finnbogadóttir, fulltrúi FEBSEL, Sigurður Hannesson, fulltrúi FEBSEL.
Gestur fundarins: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs sat fundinn undir 2. dagskrárlið. 
Fundi stýrði: Hildigunnur Gunnarsdóttir
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson sviðsstjóri

Dagskrá:

1. Málsnr. 2023040171 - Heilsuefling 60 ára og eldri innan íþróttafélagsins Gróttu. Erindi frá FEB á

Seltjarnarnesi.

Lagt fram. Öldungaráð vísar erindinu til bæjarráðs og skorar á bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar að taka það til skoðunar, jafnframt því að tekið verði til skoðunar að taka upp tómstundastyrki til eldra fólks. Öldungaráð mælist til að málið verði unnið með tilliti til þess að heilsueflingartilboðið sem um er að ræða geti hafist frá komandi hausti.

María Björk Óskarsdóttir kom til fundar kl. 11:50.

2. Málsnr. 2024020013 - Bjartur lífsstíll.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir framgangi verkefnisins og því sem snýr að Seltjarnarnesbæ í tengslum við það.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi slitið kl. 12:35.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?