Fara í efni

Öldungaráð

04. október 2021

20. fundur Öldungráðs var haldinn mánudaginn 4. október 2021, kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir: Petrea I. Jónsdóttir formaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Kristbjörg Ólafsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Guðný Kristrún Guðjónsdóttir og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Haukur Geirmundsson sat fundinn undir 2. dagskrárlið.

Fundi stýrði: Petrea I. Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson.

  1. Þjónusta Heilsugæslu á Seltjarnarnesi við eldri borgara á tímum Covid-19 -málsnr. 2021030190.
    Guðný Kristrún gerði grein fyrir þjónustu heilsugæslunnar undanfarin misseri og svaraði spurningum öldungaráðs um þjónustuna. Rætt var um kynningu á þjónustu heilsugæslunnar og til eldri borgara og með hvaða hætti sé vænlegt að koma upplýsingum á framfæri.

  2. Fjölþætt heilsuefling 65+ hjá Seltjarnaensbæ -málsnr. 2020020177.
    Haukur Geirmundsson greindi frá þátttöku og framgangi verkefnisins. Eftir nokkra bið eftir því að geta byrjað hefur verkefnið farið vel af stað og þátttaka verið góð. Nýir þátttakendur verða teknir inn í verkefnið í janúar 2022.

  3. Spurningakönnun meðal eldri borgara -málsnr. 2020110043.
    Rætt var um tilgang og framkvæmd könnunarinnar og hverju megi bæta við þær hugmyndir sem upphaflega voru ræddar í tengslum við hana. Ákveðið var að vinna áfram að undirbúningi könnunarinnar í samráði við stjórn félags eldri borgara bæjarins og hvernig megi nýta hana í tengslum við þjónustu sveitarfélagsins við aldurshópinn til lengri tíma litið.

Næsti fundur ráðsins er áætlaður í desembermánuði nk.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið 15:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?