Fara í efni

Öldungaráð

04. mars 2020

17. fundur Öldungráðs var haldinn miðvikudaginn 4. mars 2020, kl. 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir: Petrea I. Jónsdóttir formaður, Birgir Vigfússon, Magnús Oddsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Kristján Hilmir Baldursson, Þóra Einarsdóttir og Baldur Pálsson, sviðsstjóri Fjölskyldusviðs.

Gestir fundaris: Janus Guðlaugsson, Lára Janusdóttir, Daði Janusson, Haukur Geirmundsson og Hervör Pálsdóttir.

Fundi stýrði: Petrea I. Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson.

  1. Fjölþætt heilsuefling 65+.
    Janus Guðlaugsson, Lára Janusdóttir, Daði Janusson og Haukur Geirmundsson geindu frá verkefninu og svöruðu fyrirspurnum. Stefnt er að því að kynna verkefnið um miðjan ágúst nk. og að það hefjist í síðustu viku mánaðarins. Öldungaráð fagnar þessum tímamótum í bæjarfélaginu og hlakkar til samstarfs um verkefnið.
  2. Umsagnir um starfsleyfi.
    Öldungaráð samþykkir starfsleyfin án athugasemda.
  3. Ráðstefna Öldrunarráðs á Grand Hotel, 18.04.2020.
    Vakin var athygli á ráðstefnunni.
    Birgir Vigfússon vék af fundi kl. 15:55.
  4. Önnur mál.
    GAS vakti athygli á breytingum á skipuriti Seltjarnarnesbæjar og ítrekaði ósk um að þarfagreining fari fram á óskum eldri bæjarbúa um þjónustu.
    GAS vakti athygli á að bæjarráð hafi ákveðið að selja íbúð að Skólabraut 3-5 og Öldungaráð lagði fram eftirfarandi bókun þar að lútandi:

    Bókun Öldungaráðs:Öldungaráð harmar að bæjarráð hafi samþykkt að selja húsvarðaríbúðina á Skólabraut án samráðs viðöldungaráð. Síðastliðin ár hefur íbúðin verið notuð undir dagdvöl aldraðra og hafði öldungaráð bókað á10. fundi sínum þann 11. júlí 2018 að skoða ætti að nýta húsnæðið undir félagsstarf aldraðra þegardagdvölin yrði flutt annað. Íbúðin er staðsett í hjarta félagsaðstöðu aldraðra á Skólabraut mitt á millimatsals og samkomusals.Öldungaráð óskar eftir því að íbúðin verði ekki sett í sölu fyrr enaðöldungaráð hefur fengið tækifæri tilað fjalla um málið.
    Öldungaráðhefur óskað eftir því að starfsfólk félagsstarfs aldraðra geri þjónustu-ogáhugakönnun hjá öllum eldri borgurum á Seltjarnarnesi oggæti íbúðin reynst mikilvægur þáttur í aðmæta ólíkum þörfum í félagsstarfi aldraðra.Á meðan önnur sveitarfélög eru að opna félagsmiðstöðvar eldri borgara er synd að horfaekki til lengritíma með þau tækifæri sem felast í aðstöðunni á Skólabraut sem nú þegar er í eigu Seltjarnarnesbæjar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið 16:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?