Sextándi fundur Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar (ÖS) var haldinn á bæjarskrifstofunum að Austurströnd 2 hinn 6. desember 2019 kl. 13:00 til 14:00
Mættir: Petrea I Jónsdóttir formaður, Birgir Vigfússon, Magnús Oddsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þóra Einarsdóttir. Auk þess sat Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri fundinn og var fundarritari.
Á fundinn mættu einnig fulltrúar félagsstarfs aldraðra, þær Kristín Hannesdóttir og Magrét Sigurðardóttir.
-
Erindi Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar þar sem óskað er umsagnar um starfsleyfi frá Jóhönnu Þorgilsdóttur og Helgu Agötu Einarsdóttur vegna reksturs félagslegrar þjónustu í bæjarfélaginu. Fyrir liggja umsóknir um starfsleyfi frá þeim báðum. Samþykkt að mæla með því við GEF að veita starfsleyfin miðað við fyrirliggjandi upplýsingar.
-
Margrét og Kristín kynntu félags- og tómstundastarf eldra fólks og hvað er framundan. Búið er að undirrita samkomulag um heilsueflandi samfélag. Kári Garðarsson og Eva Katrín Friðgeirsdóttir starfsmenn Gróttu hafa lagt fram hugmyndir um þjálfun eldra fólks og að nýta íþróttahúsið í þágu eldra fólks. Stefnt er að því að koma þessu verkefni af stað í byrjun næsta árs. Óskað var eftir fjármagni til að greiða fyrir þessa þjónustu við gerð fjárhagsáætlunar. Stefnt er að því að bjóða upp á dansnámskeið á næsta ári. Þá er stefnt að því að bjóða upp á fyrirlestra um heilsu og heilsueflingu. Mikilvægt er að kynna þessi nýju verkefni vel og hvetja fólk til þátttöku.
Bókun: Öldungaráð þakkar Kristínu og Margréti fyrir greinargóða kynningu. Öldungaráð Seltjarnarness lýsir yfir stuðningi við að leggja áherslu á markmið heilsueflandi samfélags árið 2020. Öldungaráð skorar á að bæjarstjórn að tryggja fjármagn í hreyfiverkefni Gróttu, danskennslu og fræðslufyrirlestra fyrir eldri borgara. -
Öldungaráð leggur áherslu á að gerð verði skoðanakönnun meðal eldri borgara um hvað þeir nýta sér af því sem er í boði í félagsstarfinu og hvaða nýjungar þeir óski eftir að verði í boði.
Fundi slitið 14:00
Snorri Aðalsteinsson