Þrettándi fundur Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar (ÖS) var haldinn á bæjarskrifstofunum að Austurströnd 2 hinn 6. mars 2019 kl. 15:00 til 16:00
Mættir: Petrea I Jónsdóttir formaður, Birgir Vigfússon, Magnús Oddsson, Kristján Hilmir Baldursson, Sólveig Þórhallsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þóra Einarsdóttir. Auk þess sat Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri fundinn og var fundarritari.
- Fullorðinsfræðsla á netinu/fjarnám í frístundum á efri árum. Hildigunnur Gunnarsdóttir menntunarfræðingur mætti á fundinn og kynnti verkefnið sem fjallar um vaxandi möguleika eldra fólks til fræðslu á netinu og víðar. Hentar mörgum sem eru að komast á eftirlaunaaldur frekar en hefðbundið tómstundastarf. Mikil gerjun er í þessari fræðslu og samskiptum tengdum henni víða. Rætt um samstarf við vinabæi Seltjarnarness um verkefnið og bent á að fá má styrki frá Erasmus til að koma á samskiptum og miðlun. Kynningarglærur á verkefninu fylgja fundargerð.
- Heilsueflandi samfélag“ Haukur Geirmundsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kom á fundinn og kynna verkefnið. Verkefnið er nýhafið, var sett af stað 24.10.2018 og er samstarfsverkefni Landlæknis og sveitarfélaganna. Verkefnið snýst um lýðheilsu í víðum skilningi. Kynnt með glærum. Markmið verkefnisins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan. Stefnumótunin er þverfagleg á öll svið bæjarins. Verið er að dreifa hreyfispjöldum á öll heimili 75 ára Seltirninga og eldri í bænum. Formaður þakkaði góða kynningu og áhugavert verkefni.
- Þjónusta við eldri borgara á þessu ári og greiðsluþátttaka. Snorri svaraði fyrirspurn Guðmundar Ara og greindi frá breytingum á gjaldskrá og upplýsti um að þjónustustig á þessu ári verður það sama og verið hefur. Rætt um að skoða betur aðsókn að félags- og tómstundastarfinu og kanna nýgengi á námskeið og handavinnu. Ákveðið að fá umsjónarmann félags- og tómstundastarfs á næsta fund.
Öldungaráð bókaði eftirfarandi: Öldungaráð hvetur bæjarstjórn til að gæta hófs þegar kemur að hækkunum gjalda sem falla á eldri borgara. - Ræddar breytingar á erindisbréfi ráðsins og aðkomu Heilsugæslunnar við að fylgjast með heilsu og velferð eldri borgara. Sólveig upplýsti um hreyfiseðla og ráðgjöf hjúkrunarfræðings til eldra fólks.
- Næsti fundur 22. maí kl. 15:00
Fundi slitið 16:00
Snorri Aðalsteinsson