Mættir: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Jóhanna Ó. Ólafsdóttir Ásgerðardóttir og Lárus Thor Valdimarsson, fyrir hönd notendaráðs. Fyrir hönd ÖBÍ: Stefán Vilbergsson, Guðjón Sigurðsson og Andrea Valgeirsdóttir.
Fundi stýrði: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, formaður notendaráðs.
Fundargerð ritaði: Jóhanna Ó. Ólafsdóttir Ásgerðardóttir
Dagskrá:
1. ÖBÍ bendir sveitarfélaginu á að kynna allt fyrir notendaráði. Ekki einungis það sem snýr að málaflokki fatlaðs fólks.
2. ÖBÍ beinir einnig til sveitarfélagsins að hafa frumkvæði að fundum með hagsmunasamtökum.
3. Aðgengismál Seltjarnarnesbæjar. Rædd voru mikilvægi öryggismála fyrir fatlaða með tilliti til brunavarna, aðgengi að viðburðum og samkomum á vegum Seltjarnarnesbæjar.
4. Rætt var um mikilvægi niðurgreiðslu á gjöldum fyrir fatlað fólk þegar kemur að þátttöku í íþróttum og líkamsrækt, sér í lagi fyrir þá einstaklinga sem standa utan stéttarfélaga og njóta engra styrkja.
5. Formaður notendaráðs rakti að það væri mikilvægt að ÖBÍ tæki saman helstu áherslur svo hægt væri að stuðla að betri fræðslu á meðal helstu starfsmanna stofnana á Seltjarnarnesi um aðgengi, öryggi og hönnun mannvirkja á Seltjarnarnesi.