3. fundur notendaráðs fatlaðs fólks var haldinn mánudaginn 13. febrúar 2023 kl: 15:30 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Mættir: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Hákon Jónsson, Halldóra Sanko, Jóhanna Ó. Ólafsdóttir Ásgerðardóttir, Lárus Thor Valdimarsson, Heiðbjörk Hrund Grétarsdóttir og Sigríður Heimisdóttir.
Fundi stýrði: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, formaður notendaráðs.
Fundargerð ritaði: Jóhanna Ó. Ólafsdóttir Ásgerðardóttir
Dagskrá:
1. Stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á Seltjarnarnesi – málsnr. 2022110154
Skýrslan var lögð endurskoðuð fyrir fjölskyldunefnd þann 17. janúar sl. til kynningar og umræðu. „Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða skýrslu. Nefndin vísar umræddri skýrslu til notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks á Seltjarnarnesi til umsagnar.‘‘
Bókun
Skýrslan var lögð fram í notendaráði þann 13. febrúar 2023 og var eftirfarandi bókun gerð:
„Notendaráð fatlaðs fólks samþykkir fyrir sitt leyti skýrslu um stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á Seltjarnarnesi“ Skýrslan er hér lögð fram til afgreiðslu. Ábendingar til sveitarfélagsins er að setja inn 19. grein laga (2018) um þjónustuteymi og einstaklingsáætlanir og 9. gr laga um Samning Sameinuðu þjóðanna um aðgengi fatlaðs fólks. Mælt er með því að stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks verði endurskoðuð innan tveggja ára.