Fara í efni

Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

13. janúar 2022

2. fundur notendaráðs fatlaðs fólks var haldinn fimmtudaginn 13. janúar 2022 kl: 16:30 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir: Hildigunnur Gunnarsdóttir, Jóhanna Ó. Ólafsdóttir Ásgerðardóttir og Lárus Thor Valdimarsson.

Arnþór Helgason og Heiðbjörk Hrund Grétarsdóttir boðuðu forföll.

Fjarverandi: Karl Pétur Jónsson og Sigríður Heimisdóttir.

Fundi stýrði: Hildigunnur Gunnarsdóttir

Fundargerð ritaði: Jóhanna Ó. Ólafsdóttir Ásgerðardóttir


Dagskrá:

1. 2021120109 - Reglur um úthlutun íbúða í sértæku húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk

Reglurnar voru lagðar fyrir fjölskyldunefnd þann 14. desember sl. til kynningar og umræðu. „Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög. Nefndin vísar umræddum drögum að reglum til notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks á Seltjarnarnesi til umsagnar.‘‘

Bókun:

Drögin voru lögð fram í notendaráði þann 13. janúar 2022 og var eftirfarandi bókun gerð: „Notendaráð fatlaðs fólks samþykkir fyrir sitt leyti reglur um búsetu í sértæku húsnæðisúrræði að Kirkjubraut 20.“

Drögin eru hér lögð fram til afgreiðslu.

Arnþór var fjarverandi en vildi bóka eftirfarandi: Samþykkir reglurnar að öllu leyti.


2. 2021120110 - Tillögur að inntökuteymi í sértækt húsnæðisúrræði

Meðfylgjandi eru tillögur að inntökuteymi í sértækt húsnæðisúrræði Tillögurnar voru lagðar fyrir fjölskyldunefnd þann 14. desember sl. og „gerði fjölskyldunefnd ekki athugasemdir við tillögunar og vísaði þeim til notendaráðs fatlaðs fólks til umsagnar og til bæjarráðs til staðfestingar“.

Bókun: Tillögurnar voru lagðar fram í notendaráði þann 13. janúar 2022 og var eftirfarandi bókun gerð: ,,Notendaráð fatlaðs fólks samþykkir fyrir sitt leyti tillögur að inntökuteymi í sértækt búsetuúrræði að Kirkjubraut 20.“

Tillögurnar eru hér lagðar fram til afgreiðslu.


Fundi slitið

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?