Fara í efni

Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

15. júní 2021

1. fundur notendaráðs fatlaðs fólks var haldinn þriðjudaginn 15. júní 2021 kl: 16:30 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir: Arnþór Helgason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Heiðbjörk Hrund Grétarsdóttir. Hildigunnur Gunnarsdóttir, Karl Pétur Jónsson og Lárus Thor Valdimarsson

Fundi stýrði: Hildigunnur Gunnarsdóttir

Fundargerð ritaði: Halldóra Jóhannesdóttir Sanko


Dagskrá:

1. 2018110138 - Erindisbréf

Lagt fram til kynningar


2. 2021060079 - Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur lagðar fram til afgreiðslu

Meðfylgjandi eru reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra sem Seltjarnarnesbæ er skylt að veita sbr. VII og VIII kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr 40/1991 og 8. gr. sem og IV kafla laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og barnaverndarlög nr. 800/2002, með síðari breytingum.

Reglurnar voru lagðar fyrir fjölskyldunefnd þann 16. mars sl. til kynningar og umræðu. „Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög. Nefndin vísar umræddum drögum að reglum til notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks á Seltjarnarnesi til umsagnar.‘‘

Bókun:

Notendaráð fatlaðs fólks fagnar því að reglurnar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra séu komnar fram og samþykkir þær fyrir sitt leyti og væntir þess að þær hljóti brautargengi í bæjarstjórn.


3. 2021050124 - Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa skv. 25. gr. lagðar fram til afgreiðslu

Meðfylgjandi eru reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa skv. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Reglurnar voru lagðar fyrir fjölskyldunefnd þann 18. maí sl. og „gerði fjölskyldunefnd ekki athugasemdir við reglurnar og vísaði þeim til notendaráðs fyrir fatlað fólk til umsagnar og til bæjarráðs til staðfestingar“.

Bókun:

Reglurnar voru lagðar fram í notendaráði þann 15. júní 2021 og var eftirfarandi bókun gerð: „Notendaráð fatlaðs fólks samþykkir fyrir sitt leyti reglur um styrki til náms-, verkfæra og tækjakaupa skv. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.“

Notendaráð lýsir ánægju sinni með reglurnar sem eru hér lagðar fram til afgreiðslu.


Fundi slitið

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?