132. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness þriðjudaginn 20. september 2016 kl. 11:00
Mættir: Ásta Sigvaldadóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Oddur J. Jónasson. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs var Eva Kolbrún Kolbeins.
Sjöfn Þórðardóttir boðaði forföll.
Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var samþykkt:
- Eiðistorg – Endurbætur. Málsnúmer 2016070035
Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri rakti núverandi stöðu torgsins. Nefndin leggur til að sviðsstjóri menningarsviðs ræði við rekstraraðila/rekstrarfélag torgsins um hvaða hugmyndir þeir hafi um framtíð þess. - Erindi Árna Rúnars Sverrissonar um kaup á listaverki. Sjá nánari upplýsingar um listamanninn á www.internet.is/arnirunar. Málsnúmer 201609123
Menningarnefnd þakkar Árna Rúnari Sverrissyni fyrir sýningarhaldið í Gallerí Gróttu. Því miður eru listaverkakaup ekki á fjárhagsáætlun sviðsins á þessu ári. Nefndin leggur til að mótuð verði stefna bæjarins í listaverkakaupum og úthlutun menningarstyrkja. - Erindi Páls Steingrímssonar um hlutdeild Seltjarnarnesbæjar í myndbandi og myndefni um Gróttu. Málsnúmer 2016080479
Menningarnefnd hvetur Pál til að halda verkefninu áfram en sér ekki fram á að geta styrkt verkefnið fjárhagslega að svo komnu máli. - Erindi Rúnu Gísladóttur um varðveislu brúðusafns. Málsnúmer 2014080031
Menningarnefnd kann að meta það traust sem Rúna sýnir bæjarfélaginu með varðveislu á brúðusafni hennar. Sökum aðstöðuleysis sér nefndin sér ekki fært að taka á móti safninu og sýna því þann sóma sem því ber. Beiðninni er því hafnað öðru sinni. - Laugardagsopnun Bókasafns Seltjarnarness. Málsnúmer 2016090124
Menningarnefnd styður eindregið laugardagsopnun Bókasafns Seltjarnarness sem lið í aukinni samveru barna og foreldra. Erindi verði vísað til bæjarráðs. - Kostnaðaráætlun vegna Minnisvarða fyrir látna Seltirninga. Málsnúmer 2014090002
Menningarnefnd telur einstakt tækifæri felast í því að eignast listaverk eftir listamanninn. Auk þess er bent á að bærinn hefur ekki keypt listaverk í 11 ár. Erindinu er vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar. - Drög að úthlutunarreglum fyrir Hvatningarsjóð fyrir unga listamenn. Málsnúmer 2016020008
Drög að reglum eru samþykkt og verða endanlegar reglur sendar bæjarráði. - Kynning á dagskrá Bókasafns Seltjarnarness haust/vetur 2016. Málsnúmer 2016090121
Nefndarmenn lýsa ánægju sinni með metnaðarfulla dagskrá sem framundan er á Bókasafni Seltjarnarness. - Fundartímar menningarnefndar. Málsnúmer 2016020029
Fundartímar nefndarinnar verða kl. 8:00 á mánudagsmorgnum 31.október og 5. desember.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:50