131. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 12. maí 2016 kl. 11:00
Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Ásta Sigvaldadóttir og Sigurþóra Bergsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs var Eva Kolbrún Kolbeins. Oddur J. Jónasson boðaði forföll.
Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var samþykkt:
- Umsókn um styrk til tónleikahalds í Seltjarnarneskirkju. Málsnúmer 2016050103
Menningarnefnd kann að meta framlag Kammerkórs Seltjarnarneskirkju og samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 80.000 til tónleikahaldsins. - Tilnefningar til foreldraverðlauna 2016. Málsnúmer 2016040001
Verkefnið Taktur í 100 ár hlaut tilnefningu til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla og var fulltrúi sviðsins, Kristín Arnþórsdóttir, viðstödd athöfnina og tók á móti viðurkenningarskjali. - Ritsmiðja ungskálds. Málsnúmer 2016030062
Samkvæmt samkomulagi menningarnefndar við rithöfundinn Jóhönnu Maríu Einarsdóttur verður hún með ritsmiðju fyrir 10-13 ára 20.-30. júní í Bókasafni Seltjarnarness. - Minnisvarði fyrir látna Seltirninga. Málsnúmer 2014090002
Menningarnefnd lýsir ánægju með verkefnið. Loftmyndir hafa tekið að sér að tölvugera mynd sem sýnir ólík sjónarhorn fyrirhugaðs útilistaverks Ragnars Kjartanssonar út frá þeirri staðsetningu sem listamaðurinn hefur valið við Vestursvæðin.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:20