Fara í efni

Menningarnefnd

07. apríl 2016

130. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 7. apríl 2016 kl. 11:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Sigurþóra Bergsdóttir og Oddur J. Jónasson. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs var Eva Kolbrún Kolbeins. Ásta Sigvaldadóttir boðaði forföll.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta var samþykkt:

  1. Tilnefningar til foreldraverðlauna 2016. Málsnúmer 2016040001
    Umsókn lögð fram og samþykkt.
  2. Eiðistorg. Samþykktir um götu- og torgsölu í Reykjavík og á Akureyri. Málsnúmer 2014120004
    Hugmyndir um torgsölu í Reykjavík og á Akureyri lagðar fram til kynningar.
  3. Styrkbeiðni vegna útgáfu skáldverks. Málsnúmer 2016030062
    Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 150.000,- en jafnframt er óskað eftir framlagi frá umsækjanda í formi ritsmiðju fyrir ungmenni í Bókasafni Seltjarnarness.
  4. Hvatningasjóður ungra listamanna 2017. Málsnúmer 2016020008
    Tillögur að heiti sjóðsins, starfsreglum og reglum lagðar fram. Sviðsstjóri og nefndarmenn munu vinna áfram að reglum um sjóðinn.
  5. Gróttudagurinn 2016 – Fjölskyldudagur í Gróttu. Málsnúmer 2016040008
    Dagskrárdrög lögð fram til kynningar.
  6. Útilistaverk – úttekt. Málsnúmer 2016040006
    Sviðsstjóra falið að kanna betur hvernig unnt er að standa að ástandsskoðun útilistaverka á Seltjarnarnesi.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?