Fara í efni

Menningarnefnd

08. október 2015

125. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 8. október 2015 kl. 11:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Sigurþóra Bergþórsdóttir og Oddur J. Jónasson.
Fjarverandi voru Tómas Helgi Kristjánsson og Lillý Óladóttir áheyrnarfulltrúar Ungmennaráðs. Ásta Sigvaldadóttir boðaði forföll.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins:

  1. Gamli Mýró. Málsnúmer 2014120023

    Davíð Samúelsson kynnti hugmyndir um nýtt rekstrarform á gamla Mýró. fyrir nefndarmönnum við góðar undirtektir. Nefndin leggur til að hafin verði vinna við framtíðarstefnumótun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi, sem tengst gæti þeirri vinnu sem unnin hefur verið gagnvart ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

  2. Menningardagskrá Seltjarnarness 2015. Málsnúmer 2014120003

    Menningardagskrárbæklingur kynntur. Fundarmenn lýsa mikilli ánægju með bæklinginn og lofa dagskrá hátíðarinnar.

  3. Dagskrá Bókasafns Seltjarnarness haustið 2015. Málsnúmer 2015100030

    Dagskrá Bókasafns Seltjarnarness fram að áramótum er kynnt. Fundarmenn eru ánægðir með dagskránna framundan og fjölbreytta viðburði.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?