124. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness miðvikudaginn 12. ágúst 2015 kl. 11:30
Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður og Sigurþóra Bergþórsdóttir.
Tómas Helgi Kristjánsson áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs boðaði forföll. Fjarverandi voru Ásta Sigvaldadóttir, Oddur J. Jónasson og Lillý Óladóttir áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs,.
Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins:
-
Skýrsla 17. júní lögð fram til samþykktar. Málsnúmer 2015040033
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna og samþykkir.
-
Skýrsla Jónsmessugöngu og kvennasögugöngu 19. júní lögð fram til samþykktar. Málsnúmer 2015040034
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna og samþykkir.
-
Skýrsla Gróttudags lögð fram til samþykktar. Málsnúmer 2015030064
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna og samþykkir.
-
Bæjarhátíð á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2015050387
Framlag menningarsvið til bæjarhátíðar 2015 er opnun á sýningu Finnboga Péturssonar, Sjólag, í Gallerí Gróttu 27. ágúst kl. 17 og Kranadansverkið Söngur kranans við Norðurströnd laugardaginn 29. ágúst kl. 17. Menningarnefnd styrkti verkefnið sem er jafnframt hluti af Reykjavik Dance Festival. Menningarnefnd leggur til að „Bæjarhátíð“ verði eftirleiðis nefnd „Gróttuhátíð“ þar sem viðburðirnir hverfast að mestu leyti um fjáröflun fyrir íþróttafélagið Gróttu. Menningarnefnd telur að menningarhátíðin, sem haldin er annað hvert ár, sé sú hátíð sem bæjarbúar geti sameinast um að fagna saman. Fjármunum frá Seltjarnarnesbæ, sem fara í bæjarhátíð, verði fremur varið í menningarhátíðina.
-
Menningardagskrá Seltjarnarness 2015. Málsnúmer 2014120003
Frumdrög að dagskránni samþykkt.
-
Húsnæðismál Bóksafns Seltjarnarness. Málsnúmer 2015080012
Samningur við Stoðir nú Reiti rennur út í apríl 2018. Lagt er til að skoðaður verði flutningur á Bókasafninu í sýningarýmið í Nesi, þar sem áður átti að vera Lækningaminjasafn. Þar verði í framtíðinni starfrækt menningarmiðstöð Seltjarnarness, með sýningarými fyrir listir og náttúrugripasafnið auk veitingasölu.
-
Húsnæði Lækningaminjasafns - Hugmyndir. Málsnúmer 2015080013
Menningarnefnd ræddi stöðu byggingarinnar og nýtingu. Í ljósi vel heppnaðra listviðburða undanfarið leggur nefndin til að byggingin verði helguð menningarstarfsemi af einhverju tagi og að Bókasafn Seltjarnarness eigi þar framtíðarhúsnæði. Það muni styrkja og efla menningarstarfsemi á svæðinu ásamt því að styrkja uppbyggingu svæðisins sem íbúabyggð.
-
Fundartímar menningarnefndar árið 2015. Málsnúmer 201510027
Fundartímar fram að áramótum eru eftirfarandi:
Fimmtudaginn 10. september kl. 11 – 13
Fimmtudaginn 8. október kl. 11 - 13
Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 11 – 13
Fimmtudaginn 3. desember kl. 11 - 13
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:20