123. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 30. apríl 2015 kl. 11:00
Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Ingunn Þorláksdóttir, Ásta Sigvaldadóttir og Sigurþóra Bergþórsdóttir
Lillý Óladóttir og Tómas Helgi Kristjánsson áheyrnarfulltrúar Ungmennaráðs mættu ekki.
Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins:
-
Fjölskyldudagur í Gróttu. Umræða um nýliðna dagskrá. Málsnúmer 2015030064
Samþykkt að sameina hátíðardagskrá Gróttudags og sumardagsins fyrsta á sumardaginn fyrsta eða sem næst honum. Nefndin lýsir yfir mikilli ánægju hvernig til tóks með síðustu hátíð.
-
Drög að dagskrá 17. júní kynnt. Málsnúmer 2015040033
Samþykkt að sviðsstjóri haldi dagskrárvinnunni áfram skv. áætlun. Haldin verður metnaðarfull dagskrá að deginum til.
-
Drög að dagskrá Jónsmessugöngu og kvennasögugöngu 19. júní kynnt. Málsnúmer 2015040034
Sviðsstjóri vinnur málið áfram.
-
Ritlistarnámskeið og sumarlestur. Málsnúmer 2014090058
Sviðsstjóri vinnur málið áfram. Námskeiðsgjaldið fyrir ristlistarnámskeið verði kr. 7.500,-
-
Sýning í Nesstofu. Málsnúmer 2015040206
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
-
Fornleifarannsókn í Nesi vorið 2015. Málsnúmer 2015040030
Samþykkt að hálfu nefndarinnar. Lagt til að Grunnskóli Selstjarnarness verði látinn vita af verkefninu.
-
Minnisvarði um látna Seltirninga. Staða verkefnis. Málsnúmer 2014090002
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
-
Umsókn til EBI, Brunabótafélags Íslands. Málsnúmer 2015020045
Umsókn er samþykkt.
-
Tilboð í Myndabanka. Málsnúmer 2015040214
Menningarnefnd mun óska eftir aukaframlagi í fjárhagsáætlun 2016 fyrir hugbúnaðinn, sem sjá má t.d. á ljosmyndasafn.akranes.is.
-
Inga Björg Hjaltadóttir lögmaður fjallar um niðurstöðu dóms í máli Óla Gneista Sóleyjarsonar. Málsnúmer 2014030032
Við umfjöllun málsins voru einnig viðstaddir starfsmenn Bókasafns Seltjarnarness Kristín Arnþórsdóttir, Elsa Harmannsdóttir, Gunnhildur Loftsdóttir, Ingibjörg Vigfúsdóttir og Dagný Þorfinnsdóttir. Farið var yfir forsendur dóms og spurningum svarað.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:55
Tilkynning: Vegna búsetuflutnings hverfur Ingunn Þorláksdóttur úr menningarnefnd frá og með sumri.