122. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 19. mars 2015 kl. 11:00
Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Ingunn Þorláksdóttir og Ásta Sigvaldadóttir.
Þessir boðuðu forföll: Lillý Óladóttir og Tómas Helgi Kristjánsson áheyrnarfulltrúar Ungmennaráðs.
Sigurþóra Bergsdóttir var fjarverandi.
Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins:
-
Kynning á nýrri unglingadeild og breytingum á starfsemi Bókasafns Seltjarnarness. Málsnúmer 2014050016
Menningarnefnd lýsir yfir mikill ánægju með safnið, starfsemina og kynningu starfsmanna.
-
Beiðni um styrk fyrir Kunstschlager. Málsnúmer 2015030038
Samþykkt að veita Kunstschlager styrk að upphæð kr. 125.000,- Athugað verði hvort hægt sé að byrja verkefnið fyrr, t.d. 9. apríl.
-
Beiðni um umsögn menningarnefndar vegna deiliskipulags fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði. Málsnúmer 2014110033/541.1
-
Menningarnefnd leggur til að reist verði listaverkið Minnisvarði um látna Seltirninga eftir Ragnar Kjartansson á Valhúsahæð, skv. hugmyndum listamannsins.
-
Tillaga um flutning á Valshúsinu, skv. minnisblaði, lögð fyrir skipulagsfulltrúa.
-
Menningarnefnd leggur til að gert verði kort sem sýnir stríðsminjar á Valhúsahæðinni skv. tillögu Þórs Whithead.
-
-
Minnisvarði um látna Seltirninga. Staða verkefnis. Málsnúmer 2014090002
Svars vegna erindis um fjárstuðning er beðið.
-
Beiðni um ljósmyndasýningu á RAX í Lækningaminjasafninu. Málsnúmer 2015030040
Samþykkt að veita sýningunni brautargengi. Sviðsstjóra falið að vinna úr fyrirspurnum um málið.
-
Beiðni Listahátíðar í Reykjavík um sýningu í Lækningaminjasafninu í maí 2015. Málsnúmer 2015030041
Máli frestað þar sem Hanna Styrmisdóttir mætti ekki á fundinn eins og til stóð.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:15