Fara í efni

Menningarnefnd

19. mars 2015

122. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 19. mars 2015 kl. 11:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Ingunn Þorláksdóttir og Ásta Sigvaldadóttir.

Þessir boðuðu forföll: Lillý Óladóttir og Tómas Helgi Kristjánsson áheyrnarfulltrúar Ungmennaráðs.

Sigurþóra Bergsdóttir var fjarverandi.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins:

  1. Kynning á nýrri unglingadeild og breytingum á starfsemi Bókasafns Seltjarnarness. Málsnúmer 2014050016

    Menningarnefnd lýsir yfir mikill ánægju með safnið, starfsemina og kynningu starfsmanna.

  2. Beiðni um styrk fyrir Kunstschlager. Málsnúmer 2015030038

    Samþykkt að veita Kunstschlager styrk að upphæð kr. 125.000,- Athugað verði hvort hægt sé að byrja verkefnið fyrr, t.d. 9. apríl.

  3. Beiðni um umsögn menningarnefndar vegna deiliskipulags fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði. Málsnúmer 2014110033/541.1

    • Menningarnefnd leggur til að reist verði listaverkið Minnisvarði um látna Seltirninga eftir Ragnar Kjartansson á Valhúsahæð, skv. hugmyndum listamannsins.

    • Tillaga um flutning á Valshúsinu, skv. minnisblaði, lögð fyrir skipulagsfulltrúa.

    • Menningarnefnd leggur til að gert verði kort sem sýnir stríðsminjar á Valhúsahæðinni skv. tillögu Þórs Whithead.

  4. Minnisvarði um látna Seltirninga. Staða verkefnis. Málsnúmer 2014090002

    Svars vegna erindis um fjárstuðning er beðið.

  5. Beiðni um ljósmyndasýningu á RAX í Lækningaminjasafninu. Málsnúmer 2015030040

    Samþykkt að veita sýningunni brautargengi. Sviðsstjóra falið að vinna úr fyrirspurnum um málið.

  6. Beiðni Listahátíðar í Reykjavík um sýningu í Lækningaminjasafninu í maí 2015. Málsnúmer 2015030041
    Máli frestað þar sem Hanna Styrmisdóttir mætti ekki á fundinn eins og til stóð.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?