Fara í efni

Menningarnefnd

15. janúar 2015

120. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 15. janúar 2015 kl. 11:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Sigurþóra Bergsdóttir og Ingunn Þorláksdóttir.

Ásta Sigvaldadóttir og áheyrnarfulltrúar Ungmennaráðs, Tómas Helgi Kristjánsson og Lillý Óladóttir boðuðu forföll.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð

Dagskrá fundarins:

  1. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015. Dagskrá og dagsetning afhafnar. Málsnúmer 2014080013

    Athöfn fer fram í Bókasafni Seltjarnarness föstudag 13. febrúar kl. 17. Sviðsstjóra falið að finna tónlistaratriði og fá tilboð í veitingar.

  2. Minnisvarði um látna Seltirninga. Staða verkefnis. Málsnúmer 2014090002
    Beðið er eftir svari um fjárstuðning til verksins. Hugmyndir listamannsins um nýja staðsetningu ræddar. Sviðsstjóra falið að ræða við listamann um frekari útfærslu á nýjum hugmyndum. Í framhaldinu verður tekin afstaða til gerðar þrívíddarmyndar.

  3. 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Staða verkefnis, styrkveiting og hugmyndir að sýningu á menningarhátíð. Málsnúmer 2014090058

    Dagskrá menningarsviðs vegna afmælisins fékk úthlutað kr. 200.000,- úr afmælissjóði verkefnisnefndar. Undirbúningur vegna samstarfssýningar stofnana í bænum er hafinn.

  4. Menningardagskrá Bókasafns Seltjarnarness vor 2015 lögð fram til umræðu og samþykktar. Málsnúmer 2014120003

    Dagskrá samþykkt.

  5. Unglingadeild Bókasafns Seltjarnarness. Staða verkefnis. Málsnúmer 2014050016

    Hönnun samþykkt. Verkefnið er í vinnslu og fyrirhuguð opnun deildarinnar er 12. mars.

  6. Önnur mál.

    1. Farið yfir athugasemdir sem fram komu á fundum bæjarfulltrúa með bæjarbúum

    2. Glæra frá Capacent úr þjónustukönnun sveitarfélaga um ánægju íbúa með menningarmál sveitarfélagsins kynnt

    3. Rætt um málefni Félagsheimilis Seltjarnarness. Formaður stjórnar FS verður boðaður á næsta fund menningarnefndar.

    4. Fundartímar menningarnefndar vor 2015 verða þessa fimmtudaga kl. 11-13:

      19. febrúar. Fundur og kynning í bókasafni.

      19. mars

      30. apríl

      21. maí

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?