118. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 23. október 2014 kl. 16:00
Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir, Ásta Sigvaldadóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Lillý Óladóttir áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs. Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins:
-
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015. Málsnúmer 2014080013
Samþykkt að auglýsa í Nesfréttum, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.
-
Styrkur til Selkórsins. Málsnúmer 2014100006
Samþykkt að gera samning við kórinn um reglulegar greiðslur á ársvísu til þriggja ára, kr. 400.000 á ári. Gegn framlaginu kemur kórinn fram einu sinni til tvisvar á ári á vegum bæjarins. -
Þátttaka í hátíðarhöldum vegna 100 ára kosningaréttar kvenna. Málsnúmer 2014090058
Vinna verkefnið áfram og stefna að því að setja upp sýningu á menningarhátíð bæjarins. Bæjarstjóri sendi hvatningu til stofnana og félagasamtaka á Nesinu þar sem þeir eru hvattir til að vinna með efnið.
-
130 ára afmæli Bókasafns Seltjarnarness. Málsnúmer 2014100043
Stefna á að halda afmælisdaginn hátíðlegan á opnunardegi unglingadeildar í kringum 20. febrúar 2015. -
Unglingadeild Bókasafns Seltjarnarness. Málsnúmer 2014050016
Nemendaráðið og Ungmennaráðið taki þátt í undirbúningi deildarinnar.
-
Eiðissker – Tillaga að breytingu. Málsnúmer 2014100044
Samþykkt að fara í breytingar á salnum skv. minnisblaði. Lagt til að salurinn verði vígður með nýju nafni.
-
Önnur mál
Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn fimmtudaginn 27. nóv. eða 4. des.
Varaformaður nefndarinnar kosinn Sjöfn Þórðardóttir.
Veru fulltrúa ungmennaráðs fagnað af nefndarmönnum.