Fara í efni

Menningarnefnd

23. október 2014

118. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 23. október 2014 kl. 16:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir, Ásta Sigvaldadóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Lillý Óladóttir áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs. Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins:

  1. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015. Málsnúmer 2014080013

    Samþykkt að auglýsa í Nesfréttum, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.

  2. Styrkur til Selkórsins. Málsnúmer 2014100006
    Samþykkt að gera samning við kórinn um reglulegar greiðslur á ársvísu til þriggja ára, kr. 400.000 á ári. Gegn framlaginu kemur kórinn fram einu sinni til tvisvar á ári á vegum bæjarins.

  3. Þátttaka í hátíðarhöldum vegna 100 ára kosningaréttar kvenna. Málsnúmer 2014090058

    Vinna verkefnið áfram og stefna að því að setja upp sýningu á menningarhátíð bæjarins. Bæjarstjóri sendi hvatningu til stofnana og félagasamtaka á Nesinu þar sem þeir eru hvattir til að vinna með efnið.

  4. 130 ára afmæli Bókasafns Seltjarnarness. Málsnúmer 2014100043
    Stefna á að halda afmælisdaginn hátíðlegan á opnunardegi unglingadeildar í kringum 20. febrúar 2015.

  5. Unglingadeild Bókasafns Seltjarnarness. Málsnúmer 2014050016

    Nemendaráðið og Ungmennaráðið taki þátt í undirbúningi deildarinnar.

  6. Eiðissker – Tillaga að breytingu. Málsnúmer 2014100044

    Samþykkt að fara í breytingar á salnum skv. minnisblaði. Lagt til að salurinn verði vígður með nýju nafni.

  7. Önnur mál

Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn fimmtudaginn 27. nóv. eða 4. des.

Varaformaður nefndarinnar kosinn Sjöfn Þórðardóttir.

Veru fulltrúa ungmennaráðs fagnað af nefndarmönnum.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?