117. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 4. september 2014 kl. 16:30
Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir, Ásta Sigvaldadóttir, Ingunn Hafdís Þorláksdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir. Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins:
-
Málefni sviðsins. Málsnúmer: 2013010037 og 2006030018
- Yfirfarið og samþykkt. -
Minnisvarði um látna Seltirninga. Málsnúmer 2014090002
- Samþykkt að taka málið áfram og skoða betur kostnað og hugsanlegan fjármögnum. -
Útleiga og lán á Eiðistorgi. Málsnúmer: 2014090004
- Vísa erindi til framkvæmdasviðs sem setji fram skýrar reglur. -
Bæjarlistamaður, erindi frá Jóni Jónssyni. Málsnúmer: 2013090043
- Breyting verði gerði á fyrstu setningu 3. greinar reglna um tilnefningu bæjarlistamanns Seltjarnarness á þessa leið: „Listamenn, sem hafa framfæri af list sinni að einhverju eða öllu leyti og eiga lögheimili á Seltjarnarnesi, eiga rétt á að sækja um nafnbótina og starfsstyrkinn hverju sinni.“ -
Skýrsla frá 17. júní hátíðarhöldum lögð fram til samþykktar. Málsnúmer: 2013090075
- Samþykkt. -
Skýrsla frá Jónsmessugöngu lögð fram til samþykktar. Málsnúmer: 2014060015
- Samþykkt. -
Skýrsla frá Gróttudegi lögð fram til samþykktar. Málsnúmer 2014010032
- Samþykkt. -
Upptaka á Seltjarnarneslagi Jóhanns Helgasonar. Málsnúmer 2014080032
- Samþykkt að fara í upptöku gegn því að Seltjarnarnesbær sé heimlit að leika það og nota endurgjaldslaust. -
Listsýning í Nesstofu í samstarfi við listamenn og Þjóðminjasafn: Málsnúmer: 2014010030
- Samþykkt. -
Brúðusafn Rúnu Gísladóttur. Málsnúmer: 2014080031
- Beiðni hafnað þar sem hvorki er til fjármagn né húsnæði fyrir safnið. -
Önnur mál
- Ákveðið að funda a.m.k. sex sinnum á ári. Helst mánaðarlega fyrir utan sumartíma. Heppilegur tími fyrir fundarmenn er síðdegis.
Ingunn vék af fundi kl. 16:50 og Sigurþóra kl. 18.
Fundi slitið kl. 18:20