116. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 13. mars 2014 kl. 16:00
Mættir: Katrín Pálsdóttir, formaður, Þórdís Sigurðardóttir, Gunnlaugur Ástgeirsson, Ólafur Egilsson (varamaður Haralds Eyvinds Þrastarsonar) ásamt áheyrnarfulltrúum Ungmennaráðs Seltjarnarness þeim Katrínu Sigríði Þorsteinsdóttur og Magneu Óskarsdóttur. Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.
Bjarni Dagur Jónsson og Haraldur Eyvind Þrastarson boðuðu forföll.
Dagskrá fundarins:
-
Skyggnst bak við tunglið. Málsnúmer: 2008020048
Búið er að gera nýjar festingar undir verkið. Verið er að gera það upp. Steypa á stöpli hefst senn. Afhjúpun í hádegi 9. apríl.
-
Hátíðarhöld vegna 40 ára kaupstaðaréttinda Seltjarnarness 9. apríl 2014. Málsnúmer: 2013030033
Dagskrá lögð fram og samþykkt.
-
Menningardagskrá bæjarins 2014 – Drög. Málsnúmer: 2014030024
Dagskrá lögð fram og samþykkt.
-
Styrkbeiðni FUNK sveitarinnar: Málsnúmer: 2014010057
Styrkur að upphæð kr. 75.000 samþykktur gegn því að bandið leikið á 17. júní hátíðarhöldum bæjarins.
-
Styrkbeiðni Ultra Mega Technobands Stefáns. Málsnúmer: 2014010062
Styrkbeiðni hafnað.
-
Fyrirspurn um kaup á listaverkum eftir Brynjólf Þórðarsonar 2014030026
Ekki taldar forsendur fyrir kaupum á verkunum.
-
Skýrsla frá Safnanótt 7. febrúar 2014. Málsnúmer: 2014010056
Samþykkt.
-
Önnur mál
- Farið yfir fjármál sviðsins.
- Rætt var um að vel færi á að gefa Norðurströnd nýtt heiti sem er Gróttubraut eða Gróttuströnd og leggja með því áherslu á það kennileiti sem Grótta er fyrir Seltjarnarnes og gera það á afmælisárinu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún taki afstöðu til málsins.
Fundi slitið kl. 17:25