Fundargerð 113. fundar menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 11. apríl, kl. 17:15
Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar, Gunnlaugur Ástgeirsson, Haraldur Eyvinds Þrastarson, Þórdís Sigurðardóttir og Soffía Karlsdóttir sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs, sem ritar fundargerð. Bjarni Dagur Jónsson boðaði forföll.
Dagskrá
- Kynning á nýrri gjaldskrá Bókasafnsins fyrir 2013. Málsnúmer: 2013040011
- Gjaldskrá samþykkt. - Staðsetning á verki Kristínar Gunnlaugs – Formlegt erindi frá Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur. Málsnúmer: 2009100020
- Erindi frá Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur lagt fram og formanni falið að skoða málið með bæjarstjóra. - Hátíðahöld vegna 40 ára kaupstaðaréttinda Seltjarnarness 9. apríl 2014. Málsnúmer: 2013030033
- Sviðsstjóra falið að skoða dagskrá og starfshóp í kringum verkefnið. - Tilboð frá Valdimari Leifssyni kvikmyndagerðarmanni. Málsnúmer: 2013040010
- Ákvörðun frestað. Ákveðið að leita tilboða frá fleiri aðilum. - Gluggafilma og merking í bókasafni. Málsnúmer: 2013030034
- Samþykkt. - Yfirfærsla hátíðarhalda á 17. júní frá ÍTS á Menningarsvið. Málsnúmer: 2013030026
- Samþykkt. - Tillaga Erlu Þórarinsdóttur að nýju útilistaverki framan á Sundlaugina. Málsnúmer 2013030032
- Hafnað. - Gróttudagurinn 13. apríl. 2013. Málsnúmer: 2013020065
- Dagskrá lögð fram og samþykkt. - Jónsmessuganga 24. júní 2013. Málsnúmer: 2013040009
- Dagskrá með áherslu á fornminjauppgröft á Seltjarnarnesi kynnt og samþykkt. - Capacent könnun meðal starfsmanna sviðsins. Samvinna við HP Ráðgjöf.
- Niðurstaða könnunar og nýjar starfslýsingar sviðsins kynntar og samþykktar. - Breyting á starfsmannahaldi í Bókasafni.
- Farið yfir mannabreytingar. - Menningar- og listahátíð Seltjarnarness Málsnúmer: 2012120020
- Beðið er eftir svörum frá vinabæjum á Norðurlöndum. Sviðsstjóra falið að ræða við Gróttu vegna sameiginlegrar bæjarhátíðar í ágústlok. - Önnur mál
- Sviðsstjóra falið að finna útskriftargjafir fyrir nemanda Valhúsaskóla sem skarar fram úr í skapandi greinum og efnilegan nemanda úr Tónlistarskóla.
Fundi slitið kl. 19:16.