Fara í efni

Menningarnefnd

13. desember 2012

Fundargerð 112. fundar menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 13. desember 2012, kl. 17:15

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar, Bjarni Dagur Jónsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Haraldur Eyvinds Þrastarson og Soffía Karlsdóttir sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs, sem ritar fundargerð. Þórdís Sigurðardóttir boðaði forföll.

Dagskrá

  1. Val á bæjarlistamanni 2013. Málsnúmer 2012090017
    Umsóknir um bæjarlistamann Seltjarnarness 2013 voru kynntar og ræddar og nefndin komst að samhljóða niðurstöðu. Bæjarlistamaður hlýtur nafnbótina formlega í Bókasafni Seltjarnarness laugardaginn 26. janúar 2013.
  2. Menningar- og listahátíð Seltjarnarness 2013. Málsnúmer 2012120020
    Hátíðin verður haldin í ágúst/september 2013 með áherslu á tónlist. Sviðsstjóra menningarmála falið að vinna að undirbúningi hátíðarinnar.
  3. Menningardagskrá framundan.
    Farið var yfir menningardagskrá sem framundan er; myndlistarsýningu í janúar, Te og tónlist, Safnanótt og fyrstu útskriftarsýningu Myndlistarskólans í Reykjavík, sem vonir standa til að verði árviss viðburður í starfsemi Eiðisskers.
  4. Önnur mál.
    Uppsetning á útilistaverkinu Skyggnst bak við tunglið eftir Sigurjón Ólafsson. Málsnúmer 2008020048 
    Sviðsstjóra menningarmála falið að fylgja málinu á eftir.

Fundi slitið kl. 18:30

Katrín Pálsdóttir (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)
Gunnlaugur Ástgeirsson (sign)

Haraldur Eyvinds Þrastarson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?