Fara í efni

Menningarnefnd

13. september 2012

111. fundar menningarnefndar Seltjarnarness haldinn í Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 13. September 2012 kl. 17:15

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar, Haraldur Eyvinds Þrastarson, Þórdís Sigurðardóttir, Gunnlaugur Ástgeirsson og Málfríður Finnbogadóttir starfsmaður nefndarinnar – ritar fundargerð. Bjarni Dagur Jónsson boðaði forföll

Dagskrá

  1. Bæjarlistamaður 2013. Málsnúmer 2012090015
    Auglýst verður eftir bæjarlistamanni skv. reglum og hefð. Auglýsingin yfirfarin – sleppa upphæð í auglýsingu en setja upphæð á vefinn þegar hún er tilbúin.
  2. Fyrirspurn um húsnæði fyrir unga listamenn. Málsnúmer 2012090017
    Erindi frá Guðnýju Hrönn Antonsdóttur um húsnæði fyrir unga listamenn. Ákveðið að kanna hjá bænum hvort húsnæði sé til (mf). MF svarar Guðnýju í framhaldi.
  3. Ósk um samstarf vegna salsa. Málsnúmer 2012090018
    Menningarnefnd þakkar honum fyrir erindið sendir það áfram á fleiri aðila – menningarnefnd er jákvæð gagnvart samstarfi ef og þegar tækifæri gefst.
  4. Seltirningabók á rafrænu formi. Málsnúmer 2012090019
    Guðmundur Einarsson var beðinn af Seltjarnarnesbæ að koma með kostnaðaráætlun vegna Seltirningabókar á rafrænu formi. Erindinu vísað til fjárhags- og launanefnd með ósk menningarnefndar um sérstaka fjárveitingu í verkefnið og að verkefnið verði á forræði hennar.
  5. Ósk um fjárstuðning vegna brúðuleikhússýningar á bókasafninu. Málsnúmer 2012090037
    Samþykkt að styðja sýninguna um 40.000.-
  6. Önnur mál
    Nefndin ákvað að styðja tónleikana Te og tónlist um 60.000,- vegna tónleika á haustmisseri. Málsnúmer 2012100015
    MF skoði að ósk nefndarinnar hvað upplýsingaskjár fyrir bókasafnið myndi kosta. Málsnúmer 201210016

Fundi slitið kl. 18:25

Katrín Pálsdóttir (Sign)
Haraldur Eyvinds Þrastarson (Sign) Þórdís Sigurðardóttir (Sign) Gunnlaugur Ástgeirsson (Sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?