109. fundar menningarnefndar Seltjarnarness haldinn í Eiðisskeri, Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 8.mars 2012 kl. 17:15-18:45
Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar, Þórdís Sigurðardóttir, Lárus B. Lárusson varamaður í menningarnefnd, Gunnlaugur Ástgeirsson varamaður í menningarnefnd
Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður ritari nefndarinnar.
Haraldur Eyvinds Þrastarson, og Ragnhildur Ingólfsdóttur boðuðu forföll. Bjarni Dagur Jónsson mætti ekki.
Dagskrá
-
Staðsetning útilistaverks – Skyggnst bak við tunglið – Sigurjón Ólafsson. Málsnúmer 2008020048
Finna þarf nýja staðsetningu fyrir listaverkið Skyggnst bak við tunglið.
Til fundarins mætti Þórður Búason skipulags- og byggingarfulltrúi og ræddi mögulegan stað fyrir verkið. Menningarnefnd leggur til að verkið verði staðsett á hringtorgi við Heilsugæslustöð/ Íþróttamiðstöð.
Þórður Búason vék af fundi. -
Gjaldskrá Bókasafns Seltjarnarness 2012. Málsnúmer 2011110053
Lögð fram gjaldskrá Bókasafns Seltjarnarness fyrir árið 2012. Samkvæmt nýorðnum breytingu á lögum um almenningsbókasöfn þarf stjórn safnsins að samþykkja gjaldskrá bókasafnsins. Því er hún lögð fram nú. Fram kom að fjárhags- og launanefnd samþykkti gjaldskrána í tengslum við fjárhagsáætlun. Samþykkt samhljóða. -
Gróttudagurinn – fjölskyldudagur í Gróttu. Málsnúmer 2012020085
Gróttudagurinn, fjölskyldudagur í Gróttu verður haldinn 21.apríl næstkomandi milli 10:30 og 14:30. Rætt um dagskrá dagsins og fyrirkomulag. -
Jónsmessuganga og brenna 2012. Málsnúmer 2011120052
Rætt um Jónsmessugöngu og brennu 2012.
Rætt um þema og dagsetningar og samþykkt að fela starfsmönnum menningarsviðs að vinna að undirbúningi göngunnar. -
Sýning á Gróttumyndum og Albertsmessa. Málsnúmer 2011100034
Fyrirhuguð er sýning á Gróttumyndum í Seltjarnarneskirkju, sem opnar 10.júní. Þann dag verður einnig sérstök messa helguð Alberti, síðasta vitaverði í Gróttu. Sýningin er samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar og Seltjarnarneskirkju. Starfsmönnum menningarsviðs falið að vinna áfram að málinu. - 30 ára afmæli Náttúrugripasafns Seltjarnarness 2012. Málsnúmer 2012020086
Náttúrugripasafn Seltjarnarness verður 30 ára árið 2012. Rætt um dagskrá sem fyrirhuguð er vegna þessara tímamóta. - Menningarstefna Seltjarnarness lögð fram til upplýsingar og skoðunar. Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með stefnuna. Málsnúmer 2006030018
Fundi slitið kl. 18:43
Katrín Pálsdóttir (sign)
Lárus B. Lárusson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)
Gunnlaugur Ástgeirsson (Sign)