Fara í efni

Menningarnefnd

27. október 2011

Fundargerð 107. fundar menningarnefndar Seltjarnarness í sal Bókasafns Seltjarnarness, Eiðistorgi 11, fimmtudaginn 27.október 2011 kl 17:15-19:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar, Bjarni Dagur Jónsson, Haraldur Eyvinds Þrastarson, Þórdís Sigurðardóttir og Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður

  1. Sýning á Gróttumyndum og Albertsmessa. Málsnúmer 201110034

    Lagt fram bréf frá Bjarni Þór Bjarnason presti í Seltjarnarneskirkju um sýningu á Gróttumyndum og Albertsmessu í júní á næsta ári. Menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsfólki bókasafnsins að skoða málið.

  2. Leiklistarfélag Seltjarnarness – beiðni um styrk. Málsnúmer 2011090073

    Erindinu hafnað.

  3. Erindi frá Eddu Borg. Málsnúmer 201110047

    Menningarnefnd fagnar erindinu og Pálínu falið að svara Eddu og benda henni á möguleika á tónleikahaldi á Seltjarnarnesi.

  4. Verkefnahópur SSH - samstarf safna. Málsnúmer 2011090080

    Lögð fram skýrsla verkefnahóps SSH til umfjöllunar og skoðunar.

  5. Fjárhagsáætlun 2012. Málsnúmer 201100015

    Rætt um fjárhagsáætlun 2012.

  6. Bæjarlistamaður 2012. Málsnúmer 2011100041

    Auglýst hefur verið eftir bæjarlistamanni 2012. Umsóknarfrestur er til 25.nóvember.

  7. Menningarhátíð Seltjarnarness 2011. Málsnúmer 2010090044

    Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með nýafstaðna menningarhátíð Seltjarnarness og framlag listamanna og starfsmanna bæjarins sem tóku þátt í henni.

    Fundi slitið kl. 19:00

    PM

Katrín Pálsdóttir (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)
Haraldur Eyvinds Þrastarson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?