Fundargerð 107. fundar menningarnefndar Seltjarnarness í sal Bókasafns Seltjarnarness, Eiðistorgi 11, fimmtudaginn 27.október 2011 kl 17:15-19:00
Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar, Bjarni Dagur Jónsson, Haraldur Eyvinds Þrastarson, Þórdís Sigurðardóttir og Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður
-
Sýning á Gróttumyndum og Albertsmessa. Málsnúmer 201110034
Lagt fram bréf frá Bjarni Þór Bjarnason presti í Seltjarnarneskirkju um sýningu á Gróttumyndum og Albertsmessu í júní á næsta ári. Menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsfólki bókasafnsins að skoða málið. -
Leiklistarfélag Seltjarnarness – beiðni um styrk. Málsnúmer 2011090073
Erindinu hafnað. -
Erindi frá Eddu Borg. Málsnúmer 201110047
Menningarnefnd fagnar erindinu og Pálínu falið að svara Eddu og benda henni á möguleika á tónleikahaldi á Seltjarnarnesi. -
Verkefnahópur SSH - samstarf safna. Málsnúmer 2011090080
Lögð fram skýrsla verkefnahóps SSH til umfjöllunar og skoðunar. -
Fjárhagsáætlun 2012. Málsnúmer 201100015
Rætt um fjárhagsáætlun 2012. -
Bæjarlistamaður 2012. Málsnúmer 2011100041
Auglýst hefur verið eftir bæjarlistamanni 2012. Umsóknarfrestur er til 25.nóvember. -
Menningarhátíð Seltjarnarness 2011. Málsnúmer 2010090044
Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með nýafstaðna menningarhátíð Seltjarnarness og framlag listamanna og starfsmanna bæjarins sem tóku þátt í henni.Fundi slitið kl. 19:00
PM
Katrín Pálsdóttir (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)
Haraldur Eyvinds Þrastarson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)