106. fundar menningarnefndar Seltjarnarness haldinn í Eiðisskeri, Bókasafni Seltjarnarness miðvikudaginn 8. júní 2011 kl. 17:15
Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar, Fannar Hjálmarsson, Haraldur Eyvinds Þrastarson og Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður
Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir boðuðu forföll
-
Listaverk til minningar. Málsnúmer 2011010023 Erindi frá Bryndísi Snæbjörnsdóttur um uppsetningu listaverks á bekk við fjöruna í Suðurnesi sem snýr út að flóanum á milli golfvallarins og Gróttu.
Samþykkt. -
Menningarhátíð / Listahátíð í haust. Málsnúmer 2010090044 - Hugmyndir að dagskrá.
Ræddar voru hugmyndir að dagskrá varðandi listaviku í haust. Hugmyndin er að hún yrði fyrstu vikuna í október og yrði áherslan á ungt fólk. - Jónsmessuganga. Málnúmer 2011050058
Pálína ræddi Jónmessugöngu menningarnefndar sem verður haldin 23.júní. Gangan verður í umsjón Bókasafns Seltjarnarness að þessu sinni og fjallar um hús á Seltjarnarnesi. Pálína sagði frá því að undirbúningur væri á lokastigi - Endurskoðun reglna um bæjarlistamann.
Breytingartillaga reglna um bæjarlistamann.
Lagt er til að liður 2 hljóði svo:
Menningarnefnd auglýsir eftir umsóknum og/eða óskar eftir rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann, en er þó ekki bundin af slíkum ábendingum. Auglýst skal í dagblöðum og þeim bæjarblöðum sem út koma hverju sinni. Skal umsóknum og/eða ábendingum skilað fyrir 25. nóvember ár hvert.
Bæjarlistamaður skal tilnefndur í upphafi nýs árs og skal listamaðurinn bera titil þess árs sem nýhafið er.
Samþykkt. - Menningarmál á Seltjarnarnesi, almennt um.
Frestað til næsta fundar
-
Önnur mál.
Hugmyndir um fjölgun bekkja í bænum ræddar, m.a. í tengslum við minningarskildi. Pálínu falið að senda tölvupóst til umhverfisnefndar þar að lútandi.
Fundi slitið kl. 18:30
PM
Katrín Pálsdóttir (sign)
Fannar Hjálmarsson (sign)
Haraldur Eyvinds Þrastarson (sign)