Fundargerð 105. fundar menningarnefndar Seltjarnarness haldinn í Bókasafni Seltjarnarness miðvikudaginn 16. mars 2011 kl. 17:15
Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar, Fannar Hjálmarsson, Haraldur Eyvinds Þrastarson, Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður sem ritar fundargerð
Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 36/1997, um almenningsbókasöfn. - Gjaldskrá Bókasafns Seltjarnarnes. Málsnúmer 2011020020
Pálína lagði fram til kynningar frumvarp til laga um breytingar á lögum nr 36/1997 um almenningsbókasöfn. Þar kemur m.a. fram að stjórnir bókasafna skuli samþykkja gjaldskrár safnanna og lagði hún fram gjaldskrá Bókasafns Seltjarnarness fram til samþykktar eða synjunar.
Menningarnefnd samþykkir gjaldskrá.
Umsókn um styrk frá UMTBS. Málsnúmer 2011020075
Samþykkt að veita þeim 60.000 krónur til verkefnisins.
Heimildamynd um Seltjarnarness - beiðni um samstarf. Málsnúmer 2011020068
Menningarnefnd getur ekki orðið við erindinu, enda er Seltjarnarnesbær þegar í samvinnu við kvikmyndagerðarmann um gerð heimildarmyndar um bæinn.
Menningarhátíð 2011. Málsnúmer 2010090044
Stefnt að því að halda menningarhátíð í haust.
Jónsmessuganga 23.júní.
Samþykkt að halda Jónsmessugöngu að vanda. Starfsfólki bókasafnsins falið að vinna að málinu.
Fundi slitið kl. 19:00
PM
Katrín Pálsdóttir (sign)
Fannar Hjálmarsson (sign)
Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir (sign)
Haraldur Eyvinds Þrastarson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)