Fara í efni

Menningarnefnd

07. desember 2010

104. fundar menningarnefndar Seltjarnarness var haldinn í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, þriðjudaginn 7. desember 2010, kl. 17:15

Mættir voru: Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar sem stýrði fundi, Fannar Hjálmarsson, Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður sem ritaði fundargerð. Fannar Hjálmarsson og Haraldur Eyvinds Þrastarson boðuðu forföll.

Þetta gerðist:

  1. Bæjarlistamaður 2011. Málsnúmer 2010090043.
    Umsóknir um bæjarlistamann Seltjarnarness 2011 voru kynntar og ræddar og nefndin komst að samhljóða niðurstöðu. Bæjarlistamaður verður útnefndur laugardaginn 15. janúar 2011.

  2. Erindi til menningarnefndar – Listasmiðja á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2010120013.
    Rætt um erindi um Listasmiðju á Seltjarnarnesi. Ákveðið að skoða málið nánar.

  3. Fjárhagsáætlun menningarsviðs 2011.
    Fjárhagsáætlun 2011 lögð fram til upplýsingar.
  4. Menningarhátíð 2011. Málsnúmer 2010090044.
    Ákveðið að fara í hugmyndavinnu vegna menningarhátíðar 2011.
  5. Yfirfærsla menningarverkefna fræðslu- og menningarfulltrúa til bókasafns
    Pálína gerði grein fyrir hvaða verkefni voru færð yfir á bókasafn af fræðslu- og menningarsviði.

Fundi slitið kl. 19:00

PM

Katrín Pálsdóttir (sign)

Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir (sign)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?