Fundargerð 103. fundar menningarnefndar Seltjarnarness var haldinn í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2 miðvikudaginn 15. september 2010, kl. 8:15
Mættir voru: Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar sem stýrði fundi, Fannar Hjálmarsson, Haraldur Eyvinds Þrastarson, Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð. Þórdís Sigurðardóttir boðaði forföll.
Þetta gerðist:
Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður kom inn á fund
- Valdimar Leifsson frá Lífsmynd. Samtímasöfnun mynda. Málsnúmer 2007010073.
Valdimar upplýsti um stöðu mála. Menningarnefnd vill halda verkefninu vakandi og felur fræðslu- og menningarfulltrúa að skoða styrkjamöguleika.
Valdimar Leifsson vék af fundi. - Upplýsingar um styrki til Selkórsins. Málsnúmer 2007040068.
Fræðslu- og menningarfulltrúi upplýsti um stöðu samnings. - Upplýsingar um styrki til Leiklistarfélagsins. Málsnúmer 2010020044.
Fræðslu- og menningarfulltrúi upplýsti um stöðu styrkja. - Listasmiðja í Gróttu í ágúst 2011. Málsnúmer 2010080042.
Menningarnefnd fagnar þessu framtaki. - Vinjettukvöld í Gróttu í október 2010. Málsnúmer 2010090042.
Menningarnefnd samþykkir erindið og felur fræðslu- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram. - Tónleikar bæjarlistamanns í nóvember 2010. Málsnúmer 2010090041.
Menningarnefnd samþykkir að halda tónleika bæjarlistamanns í Félagsheimilinu í boði nefndarinnar og felur fræðslu- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram. - Bæjarlistamaður 2011. Málsnúmer 2010090043.
Menningarnefnd vill auglýsa bæjarlistamann líkt og hefð hefur verið fyrir og felur fræðslu- og menningarfulltrúa að auglýsa eftir umsóknum. - Heimsókn menningarnefndar á Bókasafn Seltjarnarness.
Menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að finna tíma fyrir heimsókn. - Menningarhátíð 2011. Málsnúmer 2010090044.
Menningarnefnd er sammála um að halda menningarhátíð árið 2011 og tileinka hana ungu listafólki.
Fundi slitið kl. 9:30
EC
Katrín Pálsdóttir (sign)
Fannar Hjálmarsson (sign)
Haraldur Eyvinds Þrastarson (sign)
Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir (sign)