98. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 19. maí 2009, kl. 17:10 á bæjarskrifstofunum Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Sólveig Pálsdóttir formaður menningarnefndar sem stýrði fundi, Bryndís Loftsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Bjarki Harðarson og Guðbjörg R. Guðmundsdóttir varamaður Valgeirs Guðjónssonar sem boðaði forföll. Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Jónsmessugangan. Málfríður Finnbogadóttir fór yfir drög að dagskrá Jónsmessugöngunnar. Málsnúmer 2009040026.
-
Styrkumsókn fiðluleikara á leið í mastersnám – Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir. Menningarnefnd vísar erindinu til fjárhags- og launanefndar. Málsnúmer 2009050039.
-
Bryndís Loftsdóttir fór yfir drög að dagskrá 17. júní hátíðahaldanna, fjárhagsáætlun lögð fram og kostnaðarliðir raktir. Málsnúmer 2008100019.
-
Styrkbeiðni Söru Linneth Castaneda til þátttöku á leiklistarhátíð í Færeyjum í júní. Menningarnefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 15.000.- Málsnúmer 2009050064.
-
Námskeið í fornsögum á netinu - Gunnlaugssaga Ormstungu. Upptökur frestast um viku en fyrsta upptaka verður þriðjudaginn 26. maí á Bókasafni Seltjarnarness. Málsnúmer 2009030070.
-
Ellen Calmon sagði frá fjölskyldu- og Gróttudegi. Menningarnefnd lýsir einstakri ánægju með vel heppnaðan fjölskyldu- og Gróttudag og óskar skipuleggjendum til hamingju. Málsnúmer 2009030088.
-
Kaup á verki eftir Kristínu G. Gunnlaugsdóttur myndlistamann. Verk Kristínar G. Gunnlaugsdóttur verður tilbúið til afhendingar á næstu dögum og mun lokagreiðsla fara fram á sama tíma. Málsnúmer 2008100026.
Fundi slitið kl. 18:55
EC