Mættir voru nefndarmenn Sigrún Edda Jónsdóttir form., Guðni Sigurðsson, Hildur Jónsdóttir, Jón Jónsson og Arnþór Helgason.
- Bæjarstjóri dreifði drögum að erindisbréfi til nefndarmanna ásamt fylgiskjölum, reglugerð um náttúrugripasafn, Lög um almenningsbókasöfn. Sigurgeir vék af fundi.
- Rætt um ýmsa þætti varðandi störf og hlutverk nefndarinnar. Guðni Sigurðsson greindi frá störfum Náttúrugripasafns. Hildur Jónsdóttir greindi frá starfi og stöðu mála varðandi Bókasafn Seltjarnarness. Jón Jónsson greindi frá störfum Lista- og menningarsjóðs. Arnþór Helgason ræddi um starfstilhögun nefndarinnar og mikilvægi þess að nefndin hafi sérstakan starfsmann.
- Formaður lagði til að næsti fundur yrði notaður til að ræða nánar hlutverk og stefnu og bað nefndarmenn að íhuga hvernig starfinu yrði háttað.
Fundartími ákveðinn til að byrja með á fimmtudögum kl. 17:15. Næsti fundur ákveðinn 23. júlí kl. 17:15
Fundi slitið. Sigrún Edda Jónsdóttir