Fara í efni

Menningarnefnd

2. fundur 27. júlí 1998

Mættir voru nefndarmenn allir, Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Jón Jónsson og Arnþór Helgason.

Dagskrá fundarins:

  1. Stjórn skiptir með sér verkum.
  2. Bæjarlistamaður Seltjarnarness.
  3. Starf Menningarnefndar og skipulag.
  4. Önnur mál.

Formaður setti fund kl. 17:15 og hófst umræða um gerðabók, sem áður hafði verið notuð af Lista- og menningarsjóði, og ætlast til að þessi nýskipaða nefnd notaði bókina meðan hún entist. Nefndarmönnum fannst nú að þessi viðamikla nefnd, Menningarnefndin, ætti að fá nýja gerðabók til þess að skrá fundargerðir í. Kom til tals að skjóta saman í nýja bók nefndinni til handa ef ekki væri um annað að ræða.

  1. Verkaskipting er eftirfarandi: Sigrún Edda formaður, Hildur Jónsdóttir varaformaður, Jón Jónsson ritari til 1 árs. Hann tók starfið að sér með því skilyrði að hann fengi að færa fundargerðir inn í gerðarbók eftir fund. Því var ekki mótmælt.
  2. Rætt var um væntanlegan Bæjarlistamann Seltjarnarness, sem auglýst var eftir og valinn verður í september n.k. Jón Jónsson spurði hvort framlag til Lista- og menningarsjóðs væri yfirfæranlegt til næsta árs og bætt við höfuðstól þess árs, ef ekki notað úthlutunarárið. Þetta verður kannað. Einnig var farið lítillega yfir væntanleg verkefni Lista- og menningarsjóðs.
  3. Formaður ræddi lítillega um drög að erindisbréfi fyrir Menningarnefnd svo og drög að erindisbréfi, sem vinna þarf að í sambandi við bæjarstjórn. Einnig voru rædd verkefni nefndarinnar og framkvæmd þeirra.
  4. Önnur mál:
    Hildur lýsti fögrum orðum framtíðarsýn sinni í Gróttu og fræðasetri þar.
    Fram komu hugmyndir um að gera Bókasafnið að miðstöð menningarstofnunar og að Félagsheimilið yrði notað undir safngripi og aðra menningarstarfsemi. Einnig kom fram hugmynd um að Bókasafnið og menningarsjóður hefði umsjón með opinberum listaverkum. Arnþór taldi nauðsyn á að kalla saman málþing þar sem rædd yrðu hin ýmsu menningarmál frá mörgum hliðum. Einnig taldi hann nauðynlegt að halda fund með stofnanda Náttúrugripasafnsins vegna breyttra aðstæðna.
    Einnig kom fram hjá Hildi og Ingveldi að byggja ætti veglega (fallegt hús) yfir Náttúrugripasafnið, Bókasafnið, væntanlegt minjasafn o.fl.

    Á fundinum lagði Arnþór Helgason fram tillögu til bókunar:

Tillaga, lögð fram á öðrum fundi menningarnefndar Seltjarnarness 27. júlí 1998.

"Ég legg til að menningarnefnd Seltjarnarness beiti sér fyrir stofnun Menningarstofnunar Seltjarnarness. Hlutverk stofnunarinnar verði m.a.;

  1. Rekstur bókasafns og náttúrugripasafns Seltjarnarness.
  2. Umsjón með menningar- og listasjóði Seltjarnarness.
  3. Umsjón með skjalasafni Seltjarnarness og rekstur þess.

Nánar verði kveðið á um starfsvið nefndarinnar í reglugerð sem nefndin semji drög að og lögð verði fyrir bæjarstjórn Seltjarnarness.

Greinargerð:

Ljóst er að þegar stjórnir ýmissa stofnana bæjarins, sem sinna menningarmálum, hafa verið settar í hendur einnar nefndar, þarf nefndin á starfsmanni að halda. Til þess að gera starf að menningamálum skilvirkara er lagt til að menningarstofnun Seltjarnarness verði sett á fót."

Arnþór Helgason, fulltrúi Bæjarmálafélags Seltjarnarness.

 

Fleira var ekki gert. Næsti fundur ákveðinn 24.08 n.k.

Fundi slitið kl. 18:52



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?