Mætti voru allir aðalfulltrúar. Auk þeirra Pálína Magnúsdóttir og Anna Elín Bjarkadóttir staðgengill bæjarbókavarður.
Dagskrá fundarins:
- Málefni bókasafnsins.
- Afhending styrks til bæjarlistamanns Seltjarnarness.
- Afgreiðsla erindis - fræðslumyndband um Seltjarnarnes.
- Önnur mál.
Formaður nefndarinnar setti fund kl. 17:14 og gaf Önnu Elínu Bjarkadóttur orðið.
- Málefni bókasafnsins:
a) Anna Elín kynnti barnadeild safnsins, sem sótt er af börnum á aldrinum 3-12 ára. Taldi hún að æskilegra væri að ráða bókasafnsfræðing til starfa á þessari deild í stað kennara.
b) Lýsti erfiðleikum safnsins vegna mannfæðar s.l. sumar.
c) Sagði frá geisladiskasafni og myndbanda og útlánum á tónlistarefni í samvinnu við Tónlistarskólann.
d) Minntist á sameiginlegt norrænt efni, Orðið í norðri, sem heppnaðist mjög vel og er ætlunin að halda norræna viku 9.-14. nóvember n.k. Í því sambandi verður opnuð lína á alnetinu 11. nóv. n.k.
e) Rædd lagaleg staða safnsins
f) Hugmynd um að koma á fót myndlistarsýningum á safninu. Einnig kom fram beiðni um hvort safnið mætti láta strekkja málverk í eigu þess.
g) Minnst á bókmenntakynningu, sem haldin var í desember s.l. og mæltist vel fyrir.
h) Rædd laugardagsopnun og samþykkt að hafa safnið opið kl. 13-16 á laugardögum eftirleiðis. Einnig var rætt um að gefa út fréttabréf um starf safnsins.
I) Uppkast að fjárhagsáætlun fyrir safnið var rædd og heldur umræða um hana áfram á næsta fundi. - Afhending styrks til bæjarlistamanna ákveðin í Koníaksstofu Rauða Ljónsins 26. sept. n.k. kl. 3-5. Þangað verði boðið öllum er sóttu um, nefndarmönnum Menningarnefndar og varamönnum, bæjarstjórn og varamönnum en hvað maka varðar þá er það undir geðþótta hvers og eins komið.
- Erindi um myndband: Vísað frá
- Önnur mál:
Arnþór fór fram á að tillaga hans frá 2. fundi fengi afgreiðslu áður en fjárhagsáætlun bæjarins verður samþykkt. Einnig lagði Arnþór fram eftirfarandi tillögu:
"Menningarnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn Seltjarnarness að ráðist verði í gerð heimildarmyndar um bæjarfélagið. Verði kvikmyndin tilbúin til sýningar hausti 2000. Leitað verði til viðurkenndra kvikmyndagerðarmanna um verkið og varið til þess allt að einni millj. kr. á næstu tveimur árum."
Fleira var ekki gert en fundarmenn gengu til náttúrugripasafns eins og áformað var á s.l. fundi.
Næsti fundur verður kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, 7. október 1998
Fundi slitið kl. 19:21