Fara í efni

Menningarnefnd

6. fundur 29. október 1998

Mætt voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Jón Jónsson, Sonja B. Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá fundarins:

  1. Fjárhagsáætlun Lista- og Menningarsjóðs.
  2. Umsókn frá Ættfræðifélaginu.
  3. Umsókn frá Jónatani Arnari Örlygssyni.
  4. Umsókn frá Leiklistafélagi Seltjarnarness.
  5. Önnur mál.
  1. Fjárhagsáætlun fyrir Lista- og Menningarsjóð lögð fram. Hún rædd og samþykkt að sækja um kr. 1.900.000. - sjóðnum til handa fyrir árið 1999. Sonja B. Jónsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu.
  2. Umsókn Ættfræðifélagsins um styrk vegna útgáfu 4. bindis Manntalsins 1910 í Gullbringu- og Kjósasýslu. Sótt er um kr. 50.000. - styrk. Ákveðið að veita Ættfræðifélaginu kr. 15.000. - í styrk.
  3. Umsókn foreldra Jónatans Arnars Örlygssonar, Sævargörðum 12. Jónatan, sem er 10 ára gamall, hefur náð einstökum árangri í mörgum danskeppnum. Kostnaður við nám, æfingar og keppni er á bilinu 900.000 - 1.000.000 krónur. Umsókninni hafnað þar sem ÆSÍS hafði styrkt piltinn. Í framhaldi þessara umræðna lagði Sonja B. Jónsdóttir til að styrkir væru auglýstir svo fólk gæti sótt um og nefndin svo metið umsóknir gaumgæfilega.
  4. Umsókn frá Leiklistarfélagi Seltjarnarness um styrk úr bæjarsjóði Seltjarnarness að upphæð kr. 1.000.000 sem er allur kostnaður af áætluðum rekstri félagsins starfsárið 1998-1999. Samþykkt að veita styrk að upphæð 50.000.
  5. Önnur mál:
  1. Kynnt úrilistaverkin "Strandlengjan,, sem hafa verið og eru enn til sýnis meðfram strönd Skerjafjarðar, allt frá Sörlaskjóli inn í Fossvog. Okkur stendur til boða annaðhvort að kaupa eða leigja öll verkin eða hluta af þeim. Þessu var slegið á frest tli frekari ákvörðunar síðar.
  2. Náttúrugripasafnið óskar eftir leyfi til þess að kaupa bókina "Íslenskir fuglar,, eftir Ævar Petersen með myndum eftir Jón Hlíðberg. Bókin kostar kr. 18.800. Samþykkt.
  3. Einnig óskaði Náttúrugripasafnið eftir leyfi til kaupa á "Kvískerjabók,, á kr. 5800 og var það einnig samþykkt.
  4. Ingveldur Viggósdóttir tjáði okkur að hún hefði sett upp orðsendingu í Bókasafninu þar sem óskað er eftir hlutum í Náttúrugripasafnið, sem e.t.v. leynast hjá fólki, sem það vill gefa safninu eða selja. Einnig lét hún að því liggja að gamlir munir væru vel þegnir á væntanlegt minjasafn.
  5. Jón Jónsson spurði frétta af erindisbréfi nefndinni til handa.

Fundi slitið kl. 18:37.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?