Mætt voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Jón Jónsson, Sonja B. Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir boðaði forföll.
Dagskrá fundarins:
- Fjárhagsáætlun Lista- og Menningarsjóðs.
- Umsókn frá Ættfræðifélaginu.
- Umsókn frá Jónatani Arnari Örlygssyni.
- Umsókn frá Leiklistafélagi Seltjarnarness.
- Önnur mál.
- Fjárhagsáætlun fyrir Lista- og Menningarsjóð lögð fram. Hún rædd og samþykkt að sækja um kr. 1.900.000. - sjóðnum til handa fyrir árið 1999. Sonja B. Jónsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu.
- Umsókn Ættfræðifélagsins um styrk vegna útgáfu 4. bindis Manntalsins 1910 í Gullbringu- og Kjósasýslu. Sótt er um kr. 50.000. - styrk. Ákveðið að veita Ættfræðifélaginu kr. 15.000. - í styrk.
- Umsókn foreldra Jónatans Arnars Örlygssonar, Sævargörðum 12. Jónatan, sem er 10 ára gamall, hefur náð einstökum árangri í mörgum danskeppnum. Kostnaður við nám, æfingar og keppni er á bilinu 900.000 - 1.000.000 krónur. Umsókninni hafnað þar sem ÆSÍS hafði styrkt piltinn. Í framhaldi þessara umræðna lagði Sonja B. Jónsdóttir til að styrkir væru auglýstir svo fólk gæti sótt um og nefndin svo metið umsóknir gaumgæfilega.
- Umsókn frá Leiklistarfélagi Seltjarnarness um styrk úr bæjarsjóði Seltjarnarness að upphæð kr. 1.000.000 sem er allur kostnaður af áætluðum rekstri félagsins starfsárið 1998-1999. Samþykkt að veita styrk að upphæð 50.000.
- Önnur mál:
- Kynnt úrilistaverkin "Strandlengjan,, sem hafa verið og eru enn til sýnis meðfram strönd Skerjafjarðar, allt frá Sörlaskjóli inn í Fossvog. Okkur stendur til boða annaðhvort að kaupa eða leigja öll verkin eða hluta af þeim. Þessu var slegið á frest tli frekari ákvörðunar síðar.
- Náttúrugripasafnið óskar eftir leyfi til þess að kaupa bókina "Íslenskir fuglar,, eftir Ævar Petersen með myndum eftir Jón Hlíðberg. Bókin kostar kr. 18.800. Samþykkt.
- Einnig óskaði Náttúrugripasafnið eftir leyfi til kaupa á "Kvískerjabók,, á kr. 5800 og var það einnig samþykkt.
- Ingveldur Viggósdóttir tjáði okkur að hún hefði sett upp orðsendingu í Bókasafninu þar sem óskað er eftir hlutum í Náttúrugripasafnið, sem e.t.v. leynast hjá fólki, sem það vill gefa safninu eða selja. Einnig lét hún að því liggja að gamlir munir væru vel þegnir á væntanlegt minjasafn.
- Jón Jónsson spurði frétta af erindisbréfi nefndinni til handa.
Fundi slitið kl. 18:37.