Fundargerð 97. fundar menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 21. apríl 2009, kl. 17:10 á bæjarskrifstofunum Seltjarnarnesi
Mætt voru: Sólveig Pálsdóttir formaður sem stýrði fundi, Bjarki Harðarson varaformaður, Unnur Pálsdóttir, Bryndís Loftsdóttir, Valgeir Guðjónsson og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Menningarnefnd óskar Leiklistarfélagi Seltjarnarness til hamingju með frumsýningu leikritsins „Margt býr í þokunni“ sem sýnt er í Félagsheimilinu.
- Þá þakkar nefndin Ragnheiði Steindórsdóttir bæjarlistamanni einstakan flutning á Passíusálmunum á föstudaginn langa í Seltjarnarneskirkju.
- Menningarnefnd samþykkir að veita hljómsveitinni The Neighbours styrk að upphæð kr. 50.000.- Málsnúmer 2009030032.
- Menningarnefnd samþykkir að taka þátt í verkefni um fornsögur á netinu í samstarfi við Idega. Málsnúmer 2009030070.
- Formaður kynnti drög að dagskrá þjóðmenningarlegs 17. júní sem unnin er í samstarfi við ÍTS og lagði fram eftirfarandi bókun sem var samþykkt samhljóða:
„Vegna erfiðra aðstæðna í samfélaginu verður Menningarhátíð Seltjarnarness ekki með sama sniði í ár og verið hefur. Menningarnefnd hefur þess í stað ákveðið að leggja krafta sína og takmarkað fjármagn sem ætlað var verkefninu til 17.júní hátíðarhalda bæjarins og þegar hafið samstarf við íþrótta-og tómstundaráð. Menningarnefnd vill ítreka mikilvægi þess, þrátt fyrir tímabundinn niðurskurð,að Seltjarnarnesbær sýni nú sem fyrr og í framtíð metnað á sviði menningar og lista og byggi til framtíðar á þeim grunni sem þegar hefur verið reistur m.a. með samþykktri menningarstefnu bæjarins." Málsnúmer 200810019. - Formaður fór yfir drög að dagskrá Jónsmessugöngunnar sem farin verður miðvikudaginn 24. júní n.k. og er unnin í samstarfi við Bókasafn Seltjarnarness. Málsnúmer 2009040026.
Fundi slitið kl. 18:10
EC
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bryndís Loftsdóttir (sign)
Unnur Pálsdóttir (sign)