Fara í efni

Menningarnefnd

21. apríl 2009

Fundargerð 97. fundar menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 21. apríl 2009, kl. 17:10 á bæjarskrifstofunum Seltjarnarnesi

Mætt voru: Sólveig Pálsdóttir formaður sem stýrði fundi, Bjarki Harðarson varaformaður, Unnur Pálsdóttir, Bryndís Loftsdóttir, Valgeir Guðjónsson og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Menningarnefnd óskar Leiklistarfélagi Seltjarnarness til hamingju með frumsýningu leikritsins „Margt býr í þokunni“ sem sýnt er í Félagsheimilinu.
  2. Þá þakkar nefndin Ragnheiði Steindórsdóttir bæjarlistamanni einstakan flutning á Passíusálmunum á föstudaginn langa í Seltjarnarneskirkju.
  3. Menningarnefnd samþykkir að veita hljómsveitinni The Neighbours styrk að upphæð kr. 50.000.-  Málsnúmer 2009030032.
  4. Menningarnefnd samþykkir að taka þátt í verkefni um fornsögur  á netinu í samstarfi við Idega. Málsnúmer 2009030070.
  5. Formaður kynnti drög að dagskrá þjóðmenningarlegs 17. júní sem unnin er í samstarfi við ÍTS og lagði fram eftirfarandi bókun sem var samþykkt samhljóða:
    „Vegna erfiðra aðstæðna í samfélaginu verður Menningarhátíð Seltjarnarness ekki með sama sniði í ár og verið hefur.  Menningarnefnd hefur þess í stað ákveðið að leggja krafta sína og takmarkað fjármagn sem ætlað var verkefninu til 17.júní hátíðarhalda bæjarins og þegar hafið samstarf við íþrótta-og tómstundaráð. Menningarnefnd vill ítreka mikilvægi þess, þrátt fyrir tímabundinn niðurskurð,að Seltjarnarnesbær sýni nú sem fyrr og í framtíð metnað á sviði menningar og lista og byggi til framtíðar á þeim grunni sem þegar hefur verið reistur m.a. með samþykktri menningarstefnu bæjarins."  Málsnúmer 200810019.
  6. Formaður fór yfir drög að dagskrá Jónsmessugöngunnar sem farin verður miðvikudaginn 24. júní n.k. og er unnin í samstarfi við Bókasafn Seltjarnarness. Málsnúmer 2009040026.

 

Fundi slitið kl. 18:10

EC

 

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðarson (sign)

Bryndís Loftsdóttir (sign)

Unnur Pálsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?