Fundur settur k. 17:15.
Mættir: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Jónsson, Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir og Arnþór Helgason.
Dagskrá fundarins:
- Fjárhagsáætlunartillaga eftir 1. umræðu bæjarstjórnar.
- Afgreiðsla umsókna um styrkveitingar.
- Kaup á listaverki eftir bæjarlistamann 1997.
- Önnur mál.
1. Ræddar breytingar og lækkanir bæjarstjórnar á fjárhagsáætlun okkar, vegna Bókasafnsins og voru nefndarmenn ekki ánægðir með breytingarnar.
- Rædd beiðni um fjárstyrk Söngsveitinn Fílharmóníu til handa, dags. 7. nóvember 1998. Beiðninni hafnað.
- Rædd kaup á listaverki eftir bæjarlistamann Seltjarnarness 1997. Engin ákvörðun um það tekin á fundinum.
- Rædd málefni Náttúrugripasafnsins. Einnig var vakin athygli á bókakynningu sem fór fram á Bókasafninu þar sem höfundar lásu upp úr verkum sínum. Um 50 manns hlýddu á upplesturinn.
Fleira var ekki gert
Fundi slitið kl. 19:20.