Dagskrá fundarins:
- Fjárhagsrammi Menningarnefndar.
- Endurnýjun á Listaverki Suðurströnd / Lindarbraut.
- Umsókn Strengjaleikhúss.
- Afmæli Seltjarnarnesbæjar 9. apríl.
- Samstarf Náttúrugripasafns við Fræðasetur í Gróttu.
- Önnur mál.
Formaður setti fund kl. 17:15.
Mættir allir aðalmenn nefndarinnar: Sigrún Edda, Hildur, Ingveldur, Jón Jónsson og Arnþór.
- Rædd ráðstöfun umráðafjár nefndarinnar varðandi Lista- og Menningarsjóð. kaup á listaverkum. Úthlutun styrkja til bæjarlistamanns og fleiri. Samþykkt að skilgreina betur skilyrði fyrir veitingu verðlauna til bæjarlistamanna. Arnþóri Helgasyni falið að móta tilhögun um laun til bæjarlistamanns.
- Skeggrætt um kaup á útilistaverki og ákveðið að hafa samband við Myndhöggvarafélag Íslands í því sambandi.
- Umsókn Strengjaleikhúss: Vísað frá.
- Ræddir möguleikar á að koma upp sýningu í Bókasafninu á listaverkum og einnig munum úr Náttúrgripasafninu í tilefni afmælisins. Einnig var rætt um að boða til skoðunarferðar um Nesið í samvinnu við umhverfisnefnd bæjarins. Ákveðið að senda umhverfisnefnd bréf varðandi þetta mál.
- Rætt um samstarf við Fræðasetur í Gróttu og komu fram ýmsar hugmyndir þar að lútandi. Nefndarmenn voru hlyntir samstarfi þegar þar að kemur.
- Ingveldur tjáði fundinum að valurinn sem samþykkt var að kaupa á 7. fundi nefndarinnar hefði verið keyptur. Einnig að uppsetning 30 plantna væri lokið. Samþykkt var að láta innramma allar uppsetningarnar. Rætt var um framtíð Náttúrugripasafnsins, húsnæðismál þess og einnig þann möguleika að sameina það Bókasafninu. Í lokin þökkuðu nefndarmenn Ingveldi einstaklega vel unnin störn í þágu safnsins s.l. 4 ár.
Hildur Jónsdóttir óskaði eftir eftirfarandi bókun:
Aðstaða fyrir náttúrugripasafn.
Fram kom í umræðum bæði hjá Hildi og Arnþóri, að Mýrarhúsaskóli gamli væri ekki heppilegur staður fyrir Náttúrugripasafnið, sem nú er orðið veglegt safn. Með því að staðsetja það í gamla skólahúsinu myndi safnið einangrast og þar þyrfti að auki að hafa sérstakan starfsmann meðan á opnun stendur. Hildur og Arnþór vilja ræða þetta mál nánar innan nefndarinnar og kanna hvort ekki fyndist heppilegri staður til frambúðar. Ef til vill þarf að staðsetja safnið til bráðabrigða í skólahúsinu, en þá getur ekki verið skynsamlegt að ráðast í fjárfrekar undirbúningaðgerðir. Lagt er til að þetta verði skoðað í vinnuhópi innan nefndarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:07.