Fara í efni

Menningarnefnd

11. fundur 16. júní 1999

Dagskrá fundarins:

  1. Endurnýjun listaverks Lindarbraut / Suðurströnd
  2. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 1999
  3. Styrkur til Selkórsins
  4. Vindhátíð 2000
  5. Önnur mál.

 

Mættir á fundinn voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Sonja B. Jónsdóttir og Jón Jónsson. Auk þeirra sat fundinn Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður.

 

Formaður nefndarinnar setti fund kl. 17:05 og var strax gengið til dagskrár.

 

  1. Tekin ákvörðun um að taka á leigu í 1 1/2 ár listaverkið "Skugga" eftir Steinunni Þórarinsdóttur á kr. 200.000. - Kemur það í stað steinsins, sem staðið hefur á þessum stað um það bil 2 sl ár.
  2. Ákveðið að auglýsa eftir bæjarlistamanni Seltjarnarness 1999 í júlíhefti Nesfrétta. Frestur til þess að skila umsóknum yrði til 15. ágúst 1999.
  3. Samþykkt að veita Selkórnum styrk að upphæð kr. 100.000. -
  4. Vindhátið 2000. Áhugi er á verkefninu en frekari umræðu vísað til næsta fundar.
  5. a) Jón Jónsson ítrekaði fyrirspurn sína um hvað liði erindisbréfi frá bæjarstjórn Menningarnefnd til handa.

b) Rætt var um Náttúrugripasafnið og skráningu muna þess. Samband hafði verið haft við Guðna Georg Sigurðsson fyrrum nefndarmann í Náttúrugripasafnsnefnd og nýverandi varamann í Menningarnefnd. Kvaðst hann innan tíðar mundu skila Menningarnefnd þessum gögnum á tölvudiski.

c) Til tals kom að senda fréttir af störfum menningarnefndar á næstunni til Nesfrétta, svona til þess að kynna fyrir íbúum plássins að sitthvað er að gerast í menningarmálum hér.

d) Einnig var rætt um fuglaskoðunarferðina, sem fara átti í 16. mái sl. en sökum verðurhams var hætt við ferðina þótt nokkrir væru mættir. Geta má þess að fararstjórinn kom ekki af sömu orsökum. Rætt var um að reyna aftur að ári.

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18:05



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?