Fara í efni

Menningarnefnd

16. fundur 20. desember 1999

Mættir: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Hildur Jónsdóttir, Jón Jónsson og Arnþór Helgason. Auk þeirra sat Pálína Magnúsdóttir, bæjarbókavörður, fundinn.

Dagskrá fundarins:

1.    Samstarfssamningur við bókasafn.

2.    Náttúrugripasafn.

3.  Önnur mál.

 

Formaður setti fund kl. 17:10 og var síðan gengið til dagskrár.

 

 

 

1.  Pálína Magnúsdóttir kynnti fyrir fundinum þjónustusamning, sem Borgarbókasafn Reykjavíkur og Bókasafn Mosfellsbæjar (Héraðsbókasafn Kjósarsýslu) höfðu gert með sér. Nefndarmenn sýndu þessu áhuga og var samþykkt að veita Pálínu Magnúsdóttir heimild til að ganga frá samningi varðandi þetta mál. Sbr. fylgiskjal nr. 1

 

2.  a) Arnþór Helgason lagði fram plagg frá Jóhanni Óla Hilmarssyni varðandi heimildarmynd um dýralíf á Seltjarnarnesi. Sbr. fylgiskjal nr. 2.

 

b) Ingveldur Viggósdóttir tjáði fundinum að hún hafi auglýst eftir hlutum á Náttúrugripasafnið og að ónefndur maður hafi haft samband við sig símleiðis. Hafði hann undir höndum grænlenskan örn (haförn), sem hann vildi selja safninu fyrir kr. 500.000. Umræða varð um þetta atriði. Til máls tóku Arnþór, Jón og Hildur og sýndist sitt hverjum. Engin ákvörðun tekin en Ingveldur beðin um að kanna málin betur.

 

c) Varðandi húsnæðismál og samastað fyrir Náttúrugripasafn Seltjarnarness bauðst Sigrún Edda til þess að hafa samband við bæjarstjóra varðandi þau mál.

 

3.  a) Samþykkt að greiða Hörpu Bjarnadóttur eftirstöðvar af verki hennar fyrir áramót, ef hún kæmi því betur fyrir á sýningarstað. Einnig var rætt um að gera verkið sýnilegra með því að lýsa það upp.

 

b) Samþykkt að merkingu á listaverki sem stendur á gatnamótum Lindarbrautar og Suðurstrandar verði fengið í hendur landslagsarkitekti.

 

c) Formaður las bréf frá Rögnu Gísladóttur myndlistarkonu, í hverju hún lýsir skoðun sinni á fjárhæð þeirri, sem fylgir útnefningu bæjarlistamanns á Seltjarnarnesi s.l. ár.

 

 

Fleira var ekki gert.

 

Fundi slitið kl. 18:20

 

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Hildur Jónsdóttir (sign)

Ingveldur Viggósdóttir (sign)

Jón Jónsson (sign)

Arnþór Helgason (sign)

 

 

2 fylgiskjöl fylgir fundargerðinni.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?