Fara í efni

Menningarnefnd

17. fundur 26. janúar 2000

Mættir: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Hildur Jónsdóttir, Jón Jónsson og Arnþór Helgason. Auk þeirra sat fundinn Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri.

Dagskrá fundarins:

 

1.    Húsnæði Náttúrugripasafnsins

2.    Fundargerðir síðustu funda

3.    Styrkbeiðni

4.    Listaverkakaup

5.    Erindisbréf Menningarnefndar

6.    Önnur mál

 

 

Formaður setti fund kl. 17:09 og var síðan gengið til dagskrár.

 

1.    Rædd húsnæðismál Náttúrugripasafns Seltjarnarness o.fl. Fjallað um hvernig nýta megi sem best aðstöðu safnsins í Valhúsaskóla, sem fræðslusafn og til sýninga fyrir almenning.
Bæjarstjóri lét í ljós þá skoðun sína að munir á Náttúrugripasafninu ættu að miðast fyrst og fremst við náttúru- og dýralíf á Seltjarnarnesi. Hann tjáði fundinum að Menningarnefnd gæti e.t.v. fengið herbergi til afnota fyrir starfsemi sína á bæjarskrifstofunni. Hann kom því líka á framfæri að rúm væri fyrir sýningarskápa á bæjarskrifstofunum, ef óskað væri eftir því.
Ingveldur sagði frá áhugaverðri sýningu á safnmunum á kosningadaginn á sl. vori. Hildur benti á að dreifa þyrfti sýningarskápum á fleiri staði en nú er gert. Í sambandi við umræðu um samvinnu Menningarnefndar og Fræðaseturs í Gróttu benti Arnþór á að það mál heyrði alfarið undir skólanefnd.
Á fundinum var skipuð nefnd sem í eru Sonja B. Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir og Ingveldur Viggósdóttir og er nefndinni falið að hafa samband við skólastjóra leikskólanna varðandi heimsóknir leikskólabarna á Náttúrugripasafnið. Einnig að rætt verði við skólastjóra Valhúsaskóla um framtíðarskipan safnsins.

2.    Vísað er í lið 2 a. Í fundargerð 15. fundar nefndarinnar. Fallið hafði niður, einhverra hluta vegna, að bóka styrkveitingu til Lúðrasveitar Tónlistarskólans að upphæð kr. 100.000.

3.    styrkbeiðni vegna útgáfu á geisladiski sbr. umsókn. Ákveðið að óska eftir sýnishorni af diskinum og taka síðan ákvörðun.

4.    Rætt bréf frá Húbert Noah (Morkinskinna) varðandi kaup á myndverki. Andvirði þess á að verja til rannsókna á fösluðum listaverkum. Einnig voru rædd önnur listaverkakaup.

5.    Lögð fram, til athugunar, tillaga nr. 2, að erindisbréfi Menningarnefnd til handa.

6.    a) Spurt var um hvað liði mynbandsmálum og ýtt verði við Páli Steingrímssyni varandi kostnaðaráætlun í því sambandi.
b) Hildur vakti athygli á kirkjulistahátíð, sem er í vændum, í Seltjarnarneskirkju og hvort Menningarnefnd geti komið að því verki á einhvern hátt. Hildi var falið að athuga málið.

 

Fleira var ekki gert.

 

Fundi slitið k. 18:40.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?