Fundargerð 96. fundar menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 3. mars 2009, kl. 17:10 á bæjarskrifstofunum Seltjarnarnesi
Mætt voru: Sólveig Pálsdóttir formaður sem stýrði fundi, Bjarki Harðarson varaformaður, Unnur Pálsdóttir, Bryndís Loftsdóttir og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð. Valgeir Guðjónsson mætti ekki.
Þetta gerðist:
- Menningarnefnd þakkar fráfarandi bæjarlistamanni vel unnin störf. Málsnúmer 2007090087.
- Samþykktir eru fundir menningarnefndar á árinu 2009 á þriðjudögum 3. mars, 21. apríl, 19. maí, 9. júní, 6. október, 17. nóvember og 8. desember.
- Formaður fór yfir fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2009.
- Farið var yfir helstu verkefni ársins og línur lagðar í ljósi breyttra aðstæðna.
Fundi slitið kl. 18:30
EC
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bryndís Loftsdóttir (sign)
Unnur Pálsdóttir (sign)