Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Jón Jónsson og Sonja B. Jónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Pálína Magnúsdóttir og Lúðvík Hjalti Jónsson.
Dagskrá fundarins:
-
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2000
-
Fjárhagsáætlun 2001
-
Bréf frá Menntamálaráðuneytinu
-
Önnur mál
Formaður setti fund kl. 17:12 og var strax tekinn fyrir 2. liður dagskrárinnar, fjárhagsáætlun fyrir árið 2001. Fjallað var æum fjárhagsáætlanir þeirra stofnana, sem heyra undir Menningarnefnd en þær eiga að vera tilbúnar í haust. Frekari umræða um þetta efni verður á næsta fundi.
3. Tekið var fyrir efni bréfs frá Menntamálaráðuneytinu þar sem spurt var um hvað brýnast væri að gera tl þess að efla menningarstarf á landsbyggðinni. Þetta var rætt á fundinum en engin lokaafstaða tekin til málsins. Bent var á að efling skólanna væri besti kosturinn til að efla menningu í landinu.
4. Bent var á að vatnsleki væri á nokkrum stöðum úr lofti bókasafnsins og að lagfæra þyrfti þetta hið fyrsta.
Einnig var skýrt frá greiðslutilhögun á myndbandi um fuglalíf á Nesinu.
1. Tekið til lokameðferðar val Bæjarlistamanns Seltjarnarness árið 2000. Farið var nánar yfir aðsend gögn og komist var að niðurstöðu. Valin var myndlistarkonan Rúna Gísladóttir, Látraströnd 7 hér í bæ og mun hún bera titilinn Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2000.
Ákveðið var að útnefning færi fram á Koníaksstofu Rauða Ljónsins við Eiðistorg, 28. september n.k. kl. 17:00. Þangað yrði boðið útnefndu og fjölskyldu hennar, öðrum umsækjendum, bæjarstjórn, menningarnefndarmönnum og mökum.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 18:14
Jón Jónsson ritari nefndarinnar (sign.)