Mættir á fundinn voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Jón Jónsson og Arnþór Helgason. Auk þeirra sátu fundinn Pálína Magnúsdóttir og Lúðvík Hjalti Jónsson.
Dagskrá fundarins:
1. Fjárhagsáætlanir stofnana, sem heyra undir Menningarnefnd:
Bókasafn, Náttúrugripasafn og Lista- og menningarsjóð, fyrir árið 2001.
2. Önnur mál.
Formaður setti fund kl. 17.10 og var þegar gengið til dagskrár.
1. a) Farið gaumgæfilega yfir fjárhagsáætlun Bókasafnsins, hún rædd og samþykkt með
þeirri breytingu að ræstingarkostnaður var lækkaður u.þ.b. 40%, úr kr. 720.000.- í kr.430.000.- Fskj. 1.
b) Fjárhagsáætlun Náttúrugripasafnsins tekin fyrir og rædd. Var hún samþykkt með
kr. 100.000.- hækkun. Fskj. 2 A.
c) Fjárhagsáætlun Lista- og menningarsjóðs rædd ýtarlega og samþykkt með breytingum: liðurinn um framkvæmdasjóð felldur niður en aðrir liðir hækkaðir um kr. 100.000.- Fskj. 2 B.
d) Greinargerð með fjárhagsáætlun Menningarnefndar var lögð fram á fundinum og fylgir afrit hér með. Sbr. Fskj. 3.
2. Önnur mál:
Pálína Magnúsdóttir sagði frá ýmsum viðburðum í Bókasafninu svo sem bangsadegi o.fl. Væntanlegri bókasafnsviku, 13. nóvember n.k., tileinkaðri börnum, leiklestri, 18/11 2000, á köflum úr bókinni “Emil í Kattholti” eftir Astrid Lindgren, sýningu á vatnslitamyndum eftir Jón Axel og fleiru, sem gera mætti til þess að nýta betur rýmið í Safninu.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 18.37.
Næsti fundur boðaður hinn 30. nóvember 2000.
Jón Jónsson, ritari nefndarinnar, sign.
Fylgiskjöl nr. 1, nr. 2 A, 2 B og nr. 3, fylgja fundargerðinni.