Mættir voru: Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Guðni Sigurðsson, Jón Jónsson og Arnþór Helgason. Auk þeirra sátu fundinn Pálína Magnúsdóttir og Lúðvík Hjalti Jónsson.
Dagskrá fundarins: Árlegur fuglaskoðunardagur um 20. maí
og önnur mál.
Hildur setti fund kl. 17.25 og var þegar gengið til dagskrár.
1. Rætt var um tilhögun fuglaskoðunarferðarinnar og hvernig örva mætti þátttöku manna. Uppástunga kom um að hafa náttúrugripasafnið opið þennan dag og að haft yrði samband við skólastjóra Valhúsaskóla í því sambandi og einnig yrði haft samband við Stefán Bergmann varðandi leiðsögn. Æskilegt þótti að hafa samband við forstöðukonu fræðasetursins í Gróttu varðandi þessa framkvæmd.
Samkomulag var um að leita liðsinnis Umhverfisnefndar varðandi fuglaskoðunina og fá hana til að dreifa auglýsingu um þetta efni ásamt gögnum, sem þeir þurfa að dreifa vegna árlegs hreinsunardags hér í bæ og þessi nefnd sér um.
2. a) Uppástunga kom fram um að skipuleggja ferðir skólabarna á söfnin þann tíma, sem umferð um Gróttu er bönnuð.
b) Rætt um að þrýsta þyrfti á bæjarstjórn um að koma upp þaki yfir Náttúrugripasafnið svo það verði aðgengilegt fyrir almenning.
c) Fundarmenn ákváðu að senda Sigrúnu Eddu Jónsdóttur samúðar- kveðjur, í nafni Menningarnefndar, vegna ástvinamissis.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18.24.
Jón Jónsson, ritari nefndarinnar.
(sign)